Outlook Addin
Uppsetning á Outlook tengiforriti - Send to CoreData
Til að Outlook póstforritið vinni á einfaldan hátt með CoreData þá er hægt að setja upp sérstakt tengiforrit fyrir Outlook. Forritið er sótt með því að opna slóðina https://www.coredata.is/um-okkur/uppsetning.
Þegar forritið hefur verið keyrt inn birtist í Outlook valmyndinni möguleiki að vista tölvupóstinn í CoreData (Send to CoreData). Stundum þarf að endurræsa Outlook eftir uppsetningu til þess að hnappurinn birtist.
Eftir virkjun er hægt að vista tölvupóst beint í CoreData með því að smella á Send to CoreData hnappinn eða með því að hægrismella á viðeigandi tölvupóst.

Vistun tölvupósts úr Outlook í CoreData
Þegar póstur er móttekinn eða sendur úr Outlook er hægt að vista hann beint inn í CoreData með því að smella á Send to CoreData á valstikunni í Outlook og þá opnast þessi gluggi:

Hér er hægt að leita að verkefni sem skrá á póstinn í eða stofna verkefnið frá grunni (græni plúsinn). Einnig er hægt að velja möppu í verkefni, breyta titli og öðrum lýsigögnum á póstinum (skjalinu).
Ef stækka eða minnka þarf letrið í glugganum þá er það gert með því að hafa gluggann opinn, smella á Cltrl og rúlla hjólinu á músinni.
Ef Send to CoreData gluggi opnast ekki
Ef glugginn opnast ekki þá er hann líklega á skjá sem ekki er virkur. Til að sækja gluggann þarf að fara með músina yfir Outlook iconið neðst á Taskbar, glugginn ætti að birtast þar, hægri smella með músinni yfir glugganum og velja Move, halda niðri Ctrl og smella á örvarnar (upp, niður, hægri og vinstri), smella svo á annan skjáinn með músinni og þá birtist glugginn.
Skrá póst úr Outlook
Smellið með hægri músartakkanum á tölvupóst sem á að flytja inn í CoreData.
Neðst í listanum er hægt að velja CoreData.

Nokkrir valmöguleikar koma upp:
Send to CoreData:
Gluggi kemur upp þar sem hægt er að leita að verkefni sem skrá á póstinn í eða stofna nýtt (sjá hér fyrir ofan).Send to recent projects:
Listi með nýlegum verkefnum kemur upp. Verkefni er valið úr listanum, glugginn hér fyrir ofan opnast og hægt er að breyta lýsigögnum í póstinum ef þörf er á áður en smellt er á Skrá í coredata.Send to favorite projects:
Listi með verkefnum sem skilgreind hafa verið sem uppáhalds (í gegnum stillingar) kemur upp. Verkefni er valið úr listanum, glugginn hér fyrir ofan opnast og hægt er að breyta lýsigögnum í póstinum ef þörf er á áður en smellt er á Skrá í coredata.

Póstur vistaður inn í CoreData um leið og hann er sendur
Þegar verið að skrifa nýjan tölvupóst eða svara tölvupósti þá birtist hnappurinn Send and File inni í póstinum. Ef smellt er á hann kemur upp skráningargluggi fyrir póstinn um leið og hann er sendur til viðtakanda.
Ef tölvupóstur inniheldur viðhengi vistast viðhengið með tölvupóstinum eins og sjá má á tákni skjals í CoreData (klemman) en athugið að logo í undirskriftum valda því líka að klemman birtist.

Viðhengi úr skráðum tölvupósti vistað sem sjálfstætt skjal
Hægt er að gera viðhengi úr tölvupósti að sjálfstæðu skjali inni í verkefni / máli. Það er gert með því að fara inn í tölvupóstinn og smella á Afrita í verkefni.

Verkefnið sem tölvupósturinn er staðsettur í og skjalategund tölvupóstins koma sjálfkrafa upp þau sömu en hægt er að breyta skjalategund og velja annað verkefni með því að smella á x og leita að nýju verkefni. Einnig er hægt að breyta þeim lýsigögnum sem þarf áður en smellt er á Vista.

Merking pósta sem vistaðir hafa verið í CoreData með tákni
Þegar tölvupóstur í Outlook er vistaður í CoreData getur verið gott að það sjáist á einfaldan hátt hvort hann sé nú þegar vistaður í CoreData.

Hægt er að stilla Outlook á eftirfarandi hátt:

Smellt á CoreData flipann, valið Settings og smellt á Advanced flipann í glugganum sem opnast.
Þar er hakað við Set CoreData icon on filed messages og smellt á Save.

Ef pósturinn er opnaður í Outlook þá er komin tenging efst í hann og hægt að fara beint inn í póstinn í CoreData úr Outlook með því að smella á View in Coredata.

Draga og sleppa
Hægt að draga og sleppa pósti úr Outlook yfir í CoreData en þá merkist pósturinn ekki eins og kemur fram hér.