Senda skjal í stafrænt pósthólf á Island.is
Kveikja þarf sérstaklega á þessari virkni fyrir hvern og einn viðskiptavin og áður en þessi viðbót er virkjuð þurfa stofnanir að setja sig í samband við Stafrænt Ísland og sækja um heimild fyrir þessu og beiðni um að koma þessari samþættingu á https://island.is/s/stafraent-island/thjonustur/stafraent-postholf#hvad-tharf-stofnun-ad-gera
Þegar samþykki er komið frá Stafrænu Íslandi þá hefur tengiliður viðskiptavinar samband við okkur (coredata@coredata.is) og óskar eftir að kveikt verði á viðbótinni (Extensions: Digital mailbox).
Athugið að þessi virkni getur verið takmörkuð við ákveðna skjalategund, svæði og aðgangshópa og því ekki víst að aðgerðin sé sýnileg öllum notendum þó svo kveikt sé á virkninni.
Smella á skjalið sem á að senda, smella á tannhjólið og velja Senda í stafrænt pósthólf:

Þá opnast þessi gluggi þar sem þarf að fylla inn upplýsingar um viðtakanda / viðtakendur.
Feitletraðir reitir eru skylduskráning.
Þegar búið er að fylla út í viðeigandi reiti þá er smellt á Senda:

Þegar skjalið hefur verið sent þá birtist grænt box ofarlega hægra megin sem sýnir framgang sendingar (Tilvísun á skjalið hefur verið send í stafrænt pósthólf). Athugið að slökkva þarf á tilkynningunni með því að smella á X í græna boxinu.
Eftir sendingu birtist gluggi neðarlega hægra megin á skjánum, STAFRÆNT PÓSTHÓLF, með upplýsingum um sendinguna, t.d. kennitala, nafn, dagsetning og tími. Hægt er að smella á Skoða nánar fyrir ítrarlegri upplýsingar.

Aðeins er hægt að skoða í CoreAdmin > Audit (ekki opið fyrir almenna notendur) hvenær skjalið var skoðað í stafræna pósthólfinu á Island.is. Við stefnum á að gera þessar upplýsingar sýnilegar notendamegin.
Yfirsýn yfir skjöl sem send hafa verið í stafrænt pósthólf er undir AFMÖRKUN í stóru leitinni (Leit > Leita):
