Vinnsla skjala/skráa í gegnum sýndardrif
Þegar CoreData Desktop er tengt verður vinnsla með skrár einfaldari.
Hafi viðkomandi notandi heimild til þess að breyta skrám þá birtist í CoreData vefviðmótinu hnappurinn Opna skrá þegar smellt er á skrá/skjal. Þegar smellt er á hann opnast viðkomandi skrá í því forriti sem við á. Allar breytingar sem vistaðar eru í forritinu vistast þá beint inn í CoreData. Notandi þarf því ekki að hala skránni niður til að vinna í henni né heldur hlaða henni aftur inn í CoreData eftir breytingar.