Skip to main content
Skip table of contents

Vistun skjala sem PDF

Ef unnið er með skjal sem vista þarf sem PDF, t.d. vegna þess að senda þarf skjalið í rafræna undirritun, þá er hægt að smella á skjalið > tannhjólið > Vista sem PDF.

Vista sem pdf.png


Við þessa aðgerð þá verður til nýtt skjal í sama verkefni og þegar skjalið er tilbúið þá kemur tilkynning um það ofarlega í hægra horninu. Í tilkynningunni er hægt að smella á hlekkinn, þá opnast skjalið og hægt er að fara í að breyta skráningu þess.

Vista sem pdf II.png

ATHUGIÐ að ef „slökkt“ er á tilkynningunni um að skjalið sé tilbúið en ekki smellt á hlekkinn til að opna skjalið í ritham þá þarf mögulega að endurhlaða (refresh) síðuna svo skjalið birtist.

Einnig er hægt að velja eitt eða fleiri skjöl og smella á Vista sem PDF og þá vistast öll skjölin á PDF sniði, svo framarlega sem hægt er að vista þau á því formi.

Vista sem pdf nörg skjöl.png

ATHUGIÐ að melding kemur um að verið sé að draga fram rafrænar undirritanir fyrir öll skjöl sem PDF-uð eru með þessum hætti (mörgum breytt í einu) en sú melding lokast eftir örstutta stund.

Til að breyta skráningu PDF skjalanna þarf svo að velja þau og smella á Breyta mörgum ef þau eiga öll að fá t.d. sömu tegund og viðskiptavin eða breyta hverju og einu skjali ef sömu skráningar eiga ekki við.

ATHUGIÐ að ef ekki er hægt að breyta formi skjalsins í PDF þá kemur villumelding um það uppi í hægra hornið.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.