Skip to main content
Skip table of contents

Kröfustjórnun

Kröfuskrá

Farðu í Kröfuskrá (Claim List):

Þessi skjár sýnir allar kröfur í kerfinu. Fyrir hverja kröfu sérðu:


Grunnupplýsingar:

  • Kröfunúmer og Viðskiptamaður

  • Viðskiptareikningur (fyrir sveitarfélög)

  • Greiðsluháttur - Hvernig á að greiða

  • Höfuðstóll - Upprunaleg upphæð

  • Eftirstöðvar - Hvað er eftir ógreitt

  • Staða - Hvar krafan stendur í ferlinu


Dagsetningar:

  • Kröfudagsetning - Hvenær krafan var stofnuð

  • Gjalddagi - Hvenær átti að greiða

  • Eindagi - Eindagi fyrir greiðslu


Upphæðir:

  • Höfuðstóll (ClaimBase) - Upprunaleg upphæð kröfunnar

  • Áfallinn kostnaður (Accum. Cost) - Gjöld sem bæst hafa við

  • Dráttarvextir (Pen. Interest) - Vextir fyrir seint skil

  • Greiðslugjald (Payment Fee) - Gjald fyrir greiðslu

  • Greiðsla (Payment) - Upphæð sem hefur verið greidd

  • Eftirstöðvar (Rem. Amount) - Ógreidd upphæð

  • Skuld (Debt) - Heildarupphæð með öllum gjöldum


Stöður:

  • Staða (Status) - Aðalstaða kröfunnar (First/Second/Third level)

  • Staða seðils (Payment Status) - Staða greiðsluseðils

  • Staða milliinnheimtu (Secondary Status) - Staða hjá milliinnheimtu

  • Staða máls hjá innh.aðila (Collector Status) - Staða hjá innheimtuaðila

  • RB staða (RB Status) - Staða í RB kerfinu

  • Vinnustaða (Workstatus) - Vinnustaða til yfirlits


Helstu aðgerðir í kröfuskrá

Dagleg vinnsla:

Athuga nýjar kröfur frá viðskm.hreyfingum

  • Keyrir CreateDueClaims() aðgerðina

  • Finnur ógreiddar viðskiptamannafærslur sem eru komnar fram yfir gjalddaga

  • Stofnar sjálfkrafa nýjar kröfur

  • Virkar nákvæmlega eins og sama aðgerð í aðgerðalista

Athuga greiðslur krafna

  • Keyrir CheckClaimPayments() aðgerðina

  • Athugar og uppfærir greiðslustöðu allra krafna

  • Virkar nákvæmlega eins og sama aðgerð í aðgerðalista

Jafna viðskiptamannafærslur

  • Jafnar greiðslur við skuldir handvirkt

Nýtt atriði á aðgerðarlista

  • Bætir handvirkri aðgerð við völda kröfu


Sérstök virkni:

Sameina margar kröfur í eina nýja

  • Merktu margar kröfur (með Ctrl+músarsmell)

  • Veldu þessa aðgerð

  • Stofnar eina nýja sameinaða kröfu

Reikna samtals

  • Reiknar samtölur fyrir allar kröfur á listanum

  • Sýnir heildarupphæðir neðst á skjánum


Skoða staka kröfu

Tvísmelltu á kröfu eða veldu Spjald til að sjá nákvæmar upplýsingar:

Almennar upplýsingar:

  • Kröfunúmer og viðskiptamaður

  • Dagsetningar og upphæðir

  • Staða og innheimtuferill

  • Villuskilaboð (ef einhver)

Tengdar aðgerðir:

  • Sameinaðar kröfur - Ef þessi krafa hefur verið sameinuð við aðrar

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.