Um kerfið
Kröfuvöktun - bætt sjóðstreymi með kröfuvöktun.
Víða leynast ógreiddar kröfu, t.d. kröfur sem dagar hafa uppi í boðgreiðslum. Einnig finnast viðskiptamannafærslur sem á eftir að jafna.
Með kröfuvöktun Wise, sem er öflug viðbót við Innheimtukerfið, er sveitarfélögum gert kleift að skoða allar vanskilakröfur sínar, koma þeim í ferli og meðhöndla.
Yfirlit krafna
Á yfirliti krafna birtast allar viðskiptamannafærslur sem komnar eru fram yfir eindaga. Hægt er að tengja Innheimtuferla við kröfur og koma aðgerðirnar tímasettar inn á aðgerðalistann.
Öflug greining krafna
Á yfirliti krafna er hægt að greina kröfur eftir viðskiptareikningum, bókunarflokkum, dagsetningum o.s.frv.
Skilgreindir innheimtuferlar
Hægt er að tengja kröfurnar við Innheimtuferla, jafna færslur, sameina margar kröfur í eina, búa til aðgerð á aðgerðarlistann o.fl.
Yfirsýn og eftirfylgni krafna
Kerfið auðveldar yfirsýn á vangreiddum kröfum og innheimtuaðgerðum. Einnig hjálpar það til við tiltekt, s.s. að loka ójöfnuðum viðskiptamannafærslum. Með hjálp aðgerðarlistans er hægt að fylgja kröfum þétt efitr.
Kröfuvöktun
Finnur opnar viðskiptamannafærslur sem eru komnar yfir eindaga.
Sýnir stöðu í Innheimtukerfinu ef þær eru í innheimtu.
Sýnir ef ójafnaðar greiðslur eru á viðskiptamenn.
Auðvelt að afmarka sig eftir viðskiptareikningum og aldri.
Hægt að tengja við innheimtuferli og hefja innheimtu.
Aðgerðarlisti heldur utan um innheimtuaðgerðir.
Hægt að prenta út innheimtubréf og senda tölvupóst.
Kerfið í hnotskurn
Allar opnar viðskiptamannafærslur sem komnar eru fram yfir eindaga, verða til sem kröfur og koma fram á yfirliti krafna.
Á innheimtukröfuspjaldi er hægt að skoða hverja kröfu fyrir sig, meðhöndla og stilla af ferla.
Á aðgerðarlista er hægt að skilgreina innheimtuferla með tímasettum aðgerðum og kostnaði.
Innheimtuferil er hægt að tengja við kröfu og koma aðgerðirnar tímasettar á aðgerðalistann.