Skip to main content
Skip table of contents

Um kerfið

Kröfuvöktun - bætt sjóðstreymi með kröfuvöktun.

Víða leynast ógreiddar kröfu, t.d. kröfur sem dagar hafa uppi í boðgreiðslum. Einnig finnast viðskiptamannafærslur sem á eftir að jafna.
Með kröfuvöktun Wise, sem er öflug viðbót við Innheimtukerfið, er sveitarfélögum gert kleift að skoða allar vanskilakröfur sínar, koma þeim í ferli og meðhöndla.

Yfirlit krafna

Á yfirliti krafna birtast allar viðskiptamannafærslur sem komnar eru fram yfir eindaga. Hægt er að tengja Innheimtuferla við kröfur og koma aðgerðirnar tímasettar inn á aðgerðalistann.

Öflug greining krafna

Á yfirliti krafna er hægt að greina kröfur eftir viðskiptareikningum, bókunarflokkum, dagsetningum o.s.frv.

Skilgreindir innheimtuferlar

Hægt er að tengja kröfurnar við Innheimtuferla, jafna færslur, sameina margar kröfur í eina, búa til aðgerð á aðgerðarlistann o.fl.

Yfirsýn og eftirfylgni krafna

Kerfið auðveldar yfirsýn á vangreiddum kröfum og innheimtuaðgerðum. Einnig hjálpar það til við tiltekt, s.s. að loka ójöfnuðum viðskiptamannafærslum. Með hjálp aðgerðarlistans er hægt að fylgja kröfum þétt efitr.

Kröfuvöktun

  • Finnur opnar viðskiptamannafærslur sem eru komnar yfir eindaga.

  • Sýnir stöðu í Innheimtukerfinu ef þær eru í innheimtu.

  • Sýnir ef ójafnaðar greiðslur eru á viðskiptamenn.

  • Auðvelt að afmarka sig eftir viðskiptareikningum og aldri.

  • Hægt að tengja við innheimtuferli og hefja innheimtu.

  • Aðgerðarlisti heldur utan um innheimtuaðgerðir.

  • Hægt að prenta út innheimtubréf og senda tölvupóst.

Kerfið í hnotskurn

  • Allar opnar viðskiptamannafærslur sem komnar eru fram yfir eindaga, verða til sem kröfur og koma fram á yfirliti krafna.

  • Á innheimtukröfuspjaldi er hægt að skoða hverja kröfu fyrir sig, meðhöndla og stilla af ferla.

  • Á aðgerðarlista er hægt að skilgreina innheimtuferla með tímasettum aðgerðum og kostnaði.

  • Innheimtuferil er hægt að tengja við kröfu og koma aðgerðirnar tímasettar á aðgerðalistann.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.