Aðalvalmynd
BC skiptist í nokkur hlutverk, sem að hluta til er hægt að sérstilla að eigin vali. Til að breyta um hlutverk er farið í tannhjólið og valið Mínar stillingar. Ný mynd opnast og þar er hægt að breyta Hlutverki með því að fara í punktana þrjá og velja úr lista.
Hlutverk sem hægt er að velja um eru m.a. Bókari, Aðalbókari og Rafrænir reikningar Wise o.fl. Fer allt eftir því hvaða hlutverk verið er að vinna hverju sinni. Einnig er hægt að velja eitthvert af þeim fyrirtækjum sem stofnuð hafa verið í kerfinu. Með því að velja hlutverkið Rafrænir reikningar má finna allt það helsta sem er notað í Rafrænar sendingar þ. á. m. allt fyrir kerfiseininguna RSM pantanir.