Uppsetning kerfisins
Hér er farið ítarlegra í það hvernig RSM pantanir er uppsett og hvað þarf að gera áður en byrjað er að nota kerfið.
RSM grunnur
Búið er að setja upp allar stillingar í RSM grunninn fyrir pantanir með því að setja upp álfinn. En gott er að renna yfir og skoða aðrar stillingar þar og athuga hvort einhverju í uppsetningunni sé ábótavant.
RSM möppun
Mikilvægt er að allar mælieiningar sem verið er að nota séu rétt varpaðar. Fyrirfram ákveðnir kótar eru svo notaðir til að mappa mælieiningarnar. Með því að nota þessa kótatöflu er verið að fylgja kótatöflu UN/ECE. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir helstu mælieiningar. Athugið að hér eru bara mælieiningar, ekki pakkningar líkt og tunna, kassi. Ef notaðar eru slíkar mælieiningar er hægt að nota kótann C62 sem þýðir einn.
RSM möppun/ varpanir
Kóti | Skýring |
C62 | Stykki (oftast notaður) |
KGS | Kíló |
MTR | Metri |
LTR | Lítri |
MTK | Fermetri |
MTQ | Rúmmetri |
KMT | Kílómetri |
TNE | Tonn (metric) |
KWH | Kílóvattstund |
DAY | Dagur |
HUR | Klukkustund |
Hér má sjá dæmi um RSM mappanir sem eru uppsettar.
RSM lánardrottnar
Einungis er hægt að senda rafrænar pantanir á lánardrottna sem styðjast við tækniforskriftina sem gefin er út af Staðlaráði Íslands. Til þess að senda rafrænan reikning þarf að stofna lánardrottinn sem RSM lánardrottinn. Hér er kennitala lánardrottins fundin út frá lánardrottnatöflunni. Ef sjálfgefin skeytamiðlari og staðall er settur upp í RSM grunni eiga þær upplýsingar að koma sjálfkrafa hér.