Verkraðir
RSM býður upp á setja upp verkraðir bæði fyrir sendingu og móttöku. Við það sendast allir reikningar undir Ósendir reikningar sjálfkrafa og/eða verkröðin sækir alla reikninga frá skeytamiðlara og þar eru þeir undir Móttekin skjöl. Áður en verkröðin er sett upp þarf að fara í RSM grunn og velja Uppsetning á verkröð.
Hér fyrir neðan má finna allar þá reiti sem hægt að nýta fyrir verkröð og fyrir neðan myndina er hnappayfirlit með útskýringum á öllum reitunum.
Hnappayfirlit
Hnappur | Skýring |
Tölvupóstur | Ef ske kynni að verkröð stoppi þá er sendur tölvupóstur á fyrirfram ákveðið netfang. En til þess að þetta virki þarf tölvupóstþjónn í BC að vera uppsettur og virkur. |
Sækir rafræn skeyti sjálfkrafa | Ef hakað er í þetta mun verkröðin sækja reikninga. |
Senda rafræn skjöl sjálfkrafa | Ef hakað er í reitinn þá mun verköðin senda alla reikninga. |
Staðfesta sendingu reikninga | Hvort birta eigi meldingu þegar reikningur er sendur. Ekki má vera hakað í þennan reit ef nota á verkröð því annars stoppar verkröðin. |
Staðfesta sendingu kreditreikninga | Hvort birta eigi meldingu þegar kreditreikningur er sendur. Ekki má vera hakað í þennan reit ef nota á verkröð því annars stoppar verkröðin. |
Til að setja upp verkraðir er farið í leitargluggann og valið Verkraðafærslur og stofnuð er Ný verkröð.
Áður en hún er sett af stað er hægt að keyra prufukeyrslu.
Ef keyrslan virkar þá þarf að velja Breyta stöðu í tilbúið.