Færa á rekstur
Næsti liður í ferlinu er að færa í rekstur fasteignagjöld á þær eignir sem eru merktar til millifærslu.
Það opnast gluggi og sjálfkrafa ætti að koma rétt ár og það tímabil sem þið voruð með valið. Gjalddagarnir eru sjálfkrafa valdir réttir í takt við tímabilið.
Hér gæti komið villa um að það vanti Deild á eignina. Ef það gerist, þá þarf að fara inná eignaspjaldið fyrir þá eign og setja inn rétt gildi fyrir þá eign. Smellt á hnappinn Fasteignir í Álagningartímabil spjaldinu og eignin fundin í listanum, smellt á Breyta. Deildinni er breytt í Nánar hluta spjaldsins. Einnig er hægt að setja inn verkefni ef það á við.
Þegar svona villur hætta að koma, þá er hægt að fara aftur í Færslubók (Staðfesta að tímabilið sé rétt) og hún bókuð.
Þegar glugganum er lokað er aftur spurt hvað var gert í bókinni, veljum Bókaði færslur vegna gjaldfellingar og veljum Í lagi.