Skip to main content
Skip table of contents

Sækja og bóka FMR bunka

Fyrsta skrefið er að sækja bunka frá FMR.

Kerfið spyr hvort það eigi að lesa inn nýjasta bunkann og valið er .

Þá sækir kerfið bunkann og spjaldið fyrir hann opnast. Bunkinn fær sjálfkrafa úthlutað því tímabilsnúmeri sem þið voruð á og það tímabil fær stöðuna Bunki sóttur til FMR.

Í bunkaspjaldinu þurfið þið aðeins að slá inn lýsingu (T.d. Upphafsálagning 2018) og bóka bunkann. Einnig getið þið breytt tímabilinu sem bunkinn er á. Bókunardagsetning bunkans stýrist af tímabilinu. Bunkinn er bókaður með því að fara í flipann Aðgerðir og smella þar á Bóka álagningu.

Bunkinn er bókaður og birtist tölfræði um bókunina. Hvort eignir hafi verið að bætast við, fjöldi eigendabreytinga, fjöldi nýrra viðskiptamanna og fjöldi færsla í færslubók.

Næsta skref er að bóka færslubókina. Hún opnast með því að smella á Færslubók hnappinn í Álagningartímabil valmyndinni.

Kerfið spyr hvort að rétt tímabil sé valið, þetta er nýjung og er gert til þess að skrá allar aðgerðir á hvert tímabil. Valið er .

Færslubókin opnast að hún er bókuð. Það á ekki að gera neinar breytingar á henni áður en hún er bókuð.

ATH. Ef valið var að dreifa upphafsálagningu á mánuði þegar árið var stofnað þá stofnast margar færslur í bókinni á mismunandi dagsetningum. Það þarf því að smella á bókunardagsetningardálkinn til að raða eftir honum áður en bókin er bókuð. Ef það er ekki gert kemur villa þegar reynt er að bóka.

Þegar færslubókinni er lokað eftir að hún er bókuð spyr kerfið hvað var gert í færslubókinni. Þetta er hluti af nýrri virkni í kerfinu sem rekur hvaða færslur hafa verið gerðar á hverju tímabili. Hér veljum við Bókaði færslur frá FMR bunka og veljum Í lagi.

Staðan á tímabilinu breytist í FMR bunki bókaður.

Næsti hnappur í röðinni er Bóka handvirka leiðréttingu. Þann hnapp þarf aðeins að nota ef einhverjar villur voru í bunkanum. Þið sjáið á tímabilinu hvort að þörf sé á því ef talan í Villulisti dálknum er ekki núll. Notkunin á þessum hnapp verður tekin sérstaklega fyrir síðar í þessum leiðbeiningum. Hér gerum við ráð fyrir því að engar villur séu í bunkanum.

ATH. Ef grunur er um að nýjar eignir hafi bæst við til millifærslu eða eignir bæjarins verið seldar, þá er þetta rétti tíminn til að keyra keyrsluna Merkja millifærslueignir. Mælt er með því að gera þetta skref á þessum tímapunkti í upphafsálagningunni.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.