Óstaðfestir viðskiptamenn/lánardrottnar
Á hlutverki Godo hóteltengils Wise er listi yfir óstaðfesta viðskiptamenn/lánardottna.
Þegar viðskiptamenn eða lánardrottnar eru sendir frá Godo hótelkerfinu yfir til BC þá eru þeir stofnaðir sjálfkrafa sem viðskiptamenn eða lánardrottnar í BC. Hægt er að nota sniðmát fyrir viðskiptamenn/lánardrottna þar sem hægt er að forskrá ýmsa staðlaða uppsetningu. Þessi sniðmát eru valin í Godo uppsetningu.
Í Godo uppsetningu er hægt að virkja aðgerðina Staðfesta viðskiptamann og Staðfesta lánardrottna. Ef þessi aðgerð er virkjuð þá safnast viðskiptamenn og lánardrottnar sem stofnaðir hafa verið í innlestri í listann óstaðfestir viðskiptamenn/lánardrottnar þar sem hægt er að fara yfir hvort uppsetningar og upplýsingar á viðskiptamanni/lánardrottni séu réttar. Hægt er að smella á hnappinn Spjald til að opna viðskiptamanna- eða lánardrottnaspjald til að fara yfir það og þegar allt er rétt er hægt að velja hnappinn Staðfesta og fer viðkomandi viðskiptamaður/lánardrottinn þá úr þessum lista.
Hægt er að kveikja eða slökkva á þessari virkni eftir þörfum.