Skip to main content
Skip table of contents

Reikningar frá Godo

Þegar þessi síða er opnuð koma upp allir óbókaðir reikningar sem borist hafa frá Godo hótelkerfinu.

Efst koma almennar upplýsingar um reikninginn. Þar fyrir neðan koma reikningslínur valins reiknings og neðst eru greiðslulínur.

Reikningar sjást alla jafna ekki hér nema eitthvað hafi valdið því að þeir bókuðust ekki við innlestur frá Godo hótelkerfinu með vefþjónustunum, til dæmis ef viðskiptamaður er ekki til eða ef hakað hefur verið í Sleppa bókun á reikningi í Godo uppsetningu.
Til þess að sjá alla reikninga sem lesnir hafa verið inn frá Godo hótelkerfinu, þarf að smella á hnappinn Engar afmarkanir.

Hér er hægt að velja nokkrar aðgerðir:

Aðgerð

Skýring

Stofna reikning

Stofnar sölureikning, bókar ekki.

Bóka valda reikninga

Aðgerðin bókar valda reikninga.

Bóka alla reikninga

Bókar alla reikninga á listanum.

Stofna greiðslulínur

Stofnar greiðslulínur fyrir valinn reikning.

Skoða reikning

Ef búið er að stofna reikning eða bóka reikning þá er hægt að skoða hann með aðgerðinni Skoða reikning.

Skoða hótelupplýsingar reiknings

Sýnir upplýsingar um bókunina, t.d. bókunarnúmer, herbergisnúmer, heiti gests og tegund herbergis.

Eyða reikningi

Eyðir reikningi.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.