Stofngögn
Hér sést uppsetningarsíða kerfisins þar sem notendur geta stillt og breytt grunnstillingum kerfisins. Svæðin skiptast í Reikningar frá Godo, Viðskiptamenn / Lánardrottnar, Prentun frá vefþjónustu og Prófanir - Debugging.
Reikningar frá Godo
Reitur | Skýring |
Bókarsniðmát greiðslu | Tilgreinir bókarsniðmát fyrir bókun á greiðslum sem koma frá Godo. |
Bókarkeyrsla greiðslu | Tilgreinir bókarkeyrslu fyrir bókun á greiðslum sem koma frá Godo. |
Kóti staðgreiðsluviðskipta | Tilgreinir kóða fyrir staðgreiðsluviðskipti. Kerfið notar þennan kóða til þess að athuga hvort viðkomandi viðskiptavinur á reikningnum sé staðgreiðsluviðskiptavinur og ef svo er og engar frekar greiðsluupplýsingar koma inn með reikningnum, er reikningagerðin stöðvuð. |
Setja autt gildi fyrir ákveðinn gjaldmiðil | Yfirleitt vilja fyrirtæki ekki fá gjaldmiðilskóta á reikninga sem eru í þeim gjaldmiðli sem gert er upp í. Því er hægt að setja í þennna reit þann gjaldmiðilskóta sem á að breyta í autt gildi ef reikningar í þeim gjaldmiðli eru sendir inn. Til dæmis ef fyrirtækið er gert upp í íslenskum krónum og gjaldmiðillinn ISK kemur á innsendum reikning, með því að setja ISK í þennan reit þá mun Business Central skrá tómann gjaldmiðilskóta í staðinn. |
Senda reikning í tölvupósti | Tilgreinir hvort reikningur skuli sendur sjálfkrafa í tölvupósti til viðskiptamanns. Hvort tölvupóstur er sendur eða ekki stýrist einnig af forstillingu skjalasendingar á viðskiptamannaspjaldi. Þegar hakað er í reitinn er notandanum boðið að láta stofna verkröð sem sér um tölvupóstsendinguna. Verkröðina þarf síðan að klára að setja upp, þ.e. hvaða daga á að senda o.s.frv. |
Sölunúmeraröð fyrir Godo | Tilgreinir númeraröð fyrir sölureikninga frá Godo. |
Bókuð sölunúmeraröð fyrir Godo | Tilgreinir bókunarnúmeraröð fyrir reikninga frá Godo. |
Kreditnúmeraröð fyrir Godo | Tilgreinir númeraröð fyrir kreditreikninga frá Godo. |
Bókuð kreditnúmeraröð fyrir Godo | Tilgreinir bókunarnúmeraröð fyrir kreditreikninga frá Godo. |
Forskeyti fjárhags | Tilgreinir forskeyti fyrir fjárhagsreikninga fyrir færslur frá Godo. Kerfið notar forskeytið til að vita að færslan bókist á fjárhagslykil. |
Forskeyti vöru | Tilgreinir forskeyti fyrir vörur fyrir færslur frá Godo. Kerfið notar forskeytið til að vita að færslan bókist á vöru. |
Forskeyti bankareiknings | Tilgreinir forskeyti fyrir bankareikning fyrir færslur frá Godo. Kerfið notar forskeytið til að vita að færslan bókist á bankareikning. |
Forskeyti viðskiptamanna | Tilgreinir forskeyti fyrir viðskiptamann. Ef þetta forskeyti kemur fyrir í reitnum "Númer" í greiðslulínu, mun greiðslan verða bókuð á viðskiptamann í staðinn fyrir fjárhag. Athugið að greiðslulínan fær ekki bókunartegundina "Greiðsla" og því er ekki hægt að bóka færslubókina nema með því að taka út hakið "Stemma á fylgiskjal" í sniðmáti hennar. |
Viðskiptamenn / Lánardrottnar
Reitur | Skýring |
---|---|
Sniðmát fyrir viðskiptavin | Tilgreinir sniðmát fyrir viðskiptamenn sem stofnaðir eru frá Godo. |
Sniðmát fyrir erl.viðsk.vin | Tilgreinir sniðmát fyrir erlenda viðskiptamenn sem stofnaðir eru frá Godo. |
Staðfesta viðskiptamann | Tilgreinir hvort krafa sé gerð á að viðskiptavinir sem stofnaðir eru frá Godo hótelkerfinu séu staðfestir í BC. Viðskiptavinir eru stofnaðir óháð því hvort þeir hafi verið staðfestir eða ekki en sjást í lista yfir óstaðfesta viðskiptavini. Þessi virkni er fyrst og fremst til þess að hægt sé að yfirfara viðskiptavini sem stofnaðir hafa verið frá Godo svo hægt sé að sjá til þess að nauðsynlegar upplýsingar séu til staðar. |
Sniðmát fyrir lánardrottinn | Tilgreinir sniðmát fyrir lánardrottna sem stofnaðir eru frá Godo. |
Sniðmát fyrir erl.lánardr. | Tilgreinir sniðmát fyrir erlenda lánardrottna sem stofnaðir eru í frá Godo. |
Staðfesta lánardrottna | Tilgreinir hvort krafa sé gerð á að lánardrottnar sem stofnaðir eru frá Godo hótelkerfinu séu staðfestir í BC. Lánardrottnar eru engu að síður stofnaðir en sjást í lista yfir óstaðfesta lánardrottna. Þessi virkni er fyrst og fremst til þess að hægt sé að fyrirfara lánardrottna sem stofnaðir hafa verið frá Godo svo hægt sé að sjá til þess að allar nauðsynlegar upplýsingar séu til staðar. |
Reikningaprentun frá vefþjónustu
Reitur | Skýring |
---|---|
Kenni sölureikningsskýrslu | Tilgreinir skýrslunúmer fyrir sölureikning, sem sent er til Godo á PDF formi. |
Kenni kreditreikningsskýrslu | Tilgreinir skýrslunúmer fyrir sölukreditreikning, sem sent er til Godo á PDF formi. |
Gildi fyrir tilvísun á sölureikningi | Tilgreinir gildi hvaða reits frá Godo á að nota sem Tilvísun yðar á sölureikningi. Þessi reitur hefur eftirfarandi gildi: Sjálfgefið gildi er Tilvísun. |
Prófanir - Debugging
Reitur | Skýring |
---|---|
Sleppa við að stofna reikning | Tilgreinir hvort stofna skuli innsendan reikning. Með því að sleppa þessu ferli er hægt að skoða innsend gögn. Þetta er hægt að nota við prófanir og/eða villuleit. |
Sleppa bókun á reikningi | Tilgreinir hvort stofna skuli innsendan reikning. Með því að sleppa þessu ferli er hægt að skoða innsend gögn. Þetta er hægt að nota við prófanir og/eða villuleit. |
Vefþjónustuupplýsingar | Tilgreinir vefþjónustuslóð fyrir viðkomandi fyrirtæki. Godo þarf á þessari vefþjónustuslóð að halda þegar tenginu er komið á á milli Godo Hótelkerfis og Business Central. |