Hér sést uppsetningarsíða kerfisins þar sem notendur geta stillt og breytt grunnstillingum kerfisins. Svæðin skiptast í Reikningar frá Godo, Viðskiptamenn / Lánardrottnar, Prentun frá vefþjónustu og Prófanir - Debugging.

Reikningar frá Godo

Reitur

Skýring

Bókarsniðmát greiðslu

Tilgreinir bókarsniðmát fyrir bókun á greiðslum sem koma frá Godo.

Bókarkeyrsla greiðslu

Tilgreinir bókarkeyrslu fyrir bókun á greiðslum sem koma frá Godo.

Kóti staðgreiðsluviðskipta

Tilgreinir kóða fyrir staðgreiðsluviðskipti. Kerfið notar þennan kóða til þess að athuga hvort viðkomandi viðskiptavinur á reikningnum sé staðgreiðsluviðskiptavinur og ef svo er og engar frekar greiðsluupplýsingar koma inn með reikningnum, er reikningagerðin stöðvuð.

Sölunúmeraröð fyrir Godo

Tilgreinir númeraröð fyrir sölureikninga frá Godo.

Bókuð sölunúmeraröð fyrir Godo

Tilgreinir bókunarnúmeraröð fyrir reikninga frá Godo.

Kreditnúmeraröð fyrir Godo

Tilgreinir númeraröð fyrir kreditreikninga frá Godo.

Bókuð kreditnúmeraröð fyrir Godo

Tilgreinir bókunarnúmeraröð fyrir kreditreikninga frá Godo.

Forskeyti fjárhags

Tilgreinir forskeyti fyrir fjárhagsreikninga fyrir færslur frá Godo. Kerfið notar forskeytið til að vita að færslan bókist á fjárhagslykil.

Forskeyti vöru

Tilgreinir forskeyti fyrir vörur fyrir færslur frá Godo. Kerfið notar forskeytið til að vita að færslan bókist á vöru.

Forskeyti bankareiknings

Tilgreinir forskeyti fyrir bankareikning fyrir færslur frá Godo. Kerfið notar forskeytið til að vita að færslan bókist á bankareikning.

Viðskiptamenn / Lánardrottnar

Reitur

Skýring

Sniðmát fyrir viðskiptavin

Tilgreinir sniðmát fyrir viðskiptamenn sem stofnaðir eru frá Godo.

Sniðmát fyrir erl.viðsk.vin

Tilgreinir sniðmát fyrir erlenda viðskiptamenn sem stofnaðir eru frá Godo.

Staðfesta viðskiptamann

Tilgreinir hvort krafa sé gerð á að viðskiptavinir sem stofnaðir eru frá Godo hótelkerfinu séu staðfestir í BC. Viðskiptavinir eru stofnaðir óháð því hvort þeir hafi verið staðfestir eða ekki en sjást í lista yfir óstaðfesta viðskiptavini. Þessi virkni er fyrst og fremst til þess að hægt sé að yfirfara viðskiptavini sem stofnaðir hafa verið frá Godo svo hægt sé að sjá til þess að nauðsynlegar upplýsingar séu til staðar.

Sniðmát fyrir lánardrottinn

Tilgreinir sniðmát fyrir lánardrottna sem stofnaðir eru frá Godo.

Sniðmát fyrir erl.lánardr.

Tilgreinir sniðmát fyrir erlenda lánardrottna sem stofnaðir eru í frá Godo.

Staðfesta lánardrottna

Tilgreinir hvort krafa sé gerð á að lánardrottnar sem stofnaðir eru frá Godo hótelkerfinu séu staðfestir í BC. Lánardrottnar eru engu að síður stofnaðir en sjást í lista yfir óstaðfesta lánardrottna. Þessi virkni er fyrst og fremst til þess að hægt sé að fyrirfara lánardrottna sem stofnaðir hafa verið frá Godo svo hægt sé að sjá til þess að allar nauðsynlegar upplýsingar séu til staðar.

Reikningaprentun frá vefþjónustu

Reitur

Skýring

Kenni sölureikningsskýrslu

Tilgreinir skýrslunúmer fyrir sölureikning, sem sent er til Godo á PDF formi.

Kenni kreditreikningsskýrslu

Tilgreinir skýrslunúmer fyrir sölukreditreikning, sem sent er til Godo á PDF formi.

Prófanir - Debugging

Reitur

Skýring

Sleppa við að stofna reikning

Tilgreinir hvort stofna skuli innsendan reikning. Með því að sleppa þessu ferli er hægt að skoða innsend gögn. Þetta er hægt að nota við prófanir og/eða villuleit.

Sleppa bókun á reikningi

Tilgreinir hvort stofna skuli innsendan reikning. Með því að sleppa þessu ferli er hægt að skoða innsend gögn. Þetta er hægt að nota við prófanir og/eða villuleit.

Vefþjónustuupplýsingar

Tilgreinir vefþjónustuslóð fyrir viðkomandi fyrirtæki. Godo þarf á þessari vefþjónustuslóð að halda þegar tenginu er komið á á milli Godo Hótelkerfis og Business Central.