Uppsetning með hjálp
Til að byrja með þarf að setja H3 Launatengill Wise upp í Business Central.
Ef þú ert að nota Cronus B fyrirtækið þá er Wise búið að setja upp sérkerfið fyrir þig og þú þarft ekki að keyra álf. Hér getur starfsmaður Wise þurft að útskýra eitthvað aðeins meira.
Farið í Uppsetning með hjálp sem er aðgengilegt ef smellt er á tannhjól sem er staðsett efst í hægra horni vafrans
Veljið Setja upp H3 Launatengil Wise og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni.
Við það opnast nýr gluggi H3 Launatengill Wise grunnur. Veljið þar Áfram.
Veljið hvernig á að lesa inn laun. Hægt er að velja á milli Innlestur með textaskrá í færslubók og Vefþjónusta. Veljið því næst Áfram.
Ef Vefþjónusta er valin þá þarf að velja Sniðmát vefþjónustu og Keyrsla vefþjónustu. Veljið síðan Áfram.
Veljið Ljúka.
Ef valið var að nota vefþjónustu í stað textaskrár þarf að sækja vefþjónustuslóðina og klára uppsetninguna í H3. Vefþjónustuslóðina er að finna undir Vefþjónusta, undir kenni hlutar 10026982:
Til hamingju! Grunnuppsetningunni er nú lokið og þú getur byrjað að nýta þér möguleika kerfisins.