Skip to main content
Skip table of contents

Afstemmingargluggi

Ef stofna á nýtt afstemmingaryfirlit er smellt á Nýtt og opnast þá nýr afstemmingargluggi.

Í þessum glugga er númer bankareiknings og dagsetning yfirlits er fært inn. Sjálfkrafa fyllist út í reitina Númer yfirlits og Staða síðasta yfirlits. Reiturinn Staða síðasta yfirlits sýnir lokastöðu síðasta bókaða yfirlits sem ætti jafnframt að vera staðan í bankanum m.t.t. dagsetningar síðasta yfirlits.

Í afstemmingarglugganum eru fjöldi aðgerða sem notast er við þegar verið er að stemma af. Þessar aðgerðir skiptast í flokkana, Vinnsla, Skýrsla, Jöfnun og Rafræn tenging.


Vinnsla

Reitur

Skýring

Millifæra óafstemmt í fh.færslubók

Þessi aðgerð færir allar óafstemmdar færslur í færslubók. Við afstemmingu bankareiknings er ekki óalgengt einstaka færslur séu ófærðar í bókhaldinu, t.d. þjónustugjöld. Í þessum tilfellum er boðið upp á þann möguleika að flytja færslurnar í færslubók með því að smella á hnappinn Millifæra valið í fh.færslubók. Kerfið mun þá færa þessar færslur í færslubók (skilgreind í uppsetningu). Sé hakað í reitinn Mynda mótfærslu í færslubók í Bankasamskiptagrunni kemur kerfið með tillögu að mótreikningi í færslubókinni út frá þeim upplýsingum sem koma með færslunni frá bankanum. Þegar færslurnar eru komnar í færslubók þarf að yfirfara þær áður en þær eru svo bókaðar. Að því loknu er hægt að fara aftur inn í afstemminguna og jafna þessar færslur.

Millifæra óafstemmt í fh.færslubók

Þessi færsla færir valdar færslur í færslubók.

Bóka

Þegar lokið hefur verið við að jafna allar færslur er yfirlitið bókað en við það lokast allar bankareikningsfærslur sem hafa verið stemmdar af. Áður en afstemming er bókuð er sjálfsagt að yfirfara skýrsluna Afstemmingaryfirlit til að tryggja að allt sé eins og það á að vera. Að því loknu er afstemmingin bókuð og leikurinn endurtekinn fyrir næstu afstemmingu, sem er þá næsti mánuður eða vika, allt eftir umfangi færslna.

Bóka og prenta

Bókar afstemminguna og prentar allar færslur sem tilheyra við komandi afstemmingaryfirliti.

Þjappa

Þjappar saman færslum frá bankanum. Þessi aðgerð er notuð ef 2 eða fleiri bankafærslur eru á móti 1 færslu úr bókhaldi. Kerfið þjappar sjálfkrafa völdum færslum við handvirka jöfnun.

Afþjappa

Leysir upp þjöppun sem hefur verið gerð.


Skýrsla

Reitur

Skýring

Ójafnaðar hreyfingar

Sýnir allar ójafnaðar hreyfingar, bæði bankahreyfingar og bókhaldshreyfingar.

Afstemmingaryfirlit

Sýnir allar ójafnaðar hreyfingar ásamt niðurstöðu afstemmingar.


Jöfnun

Reitur

Skýring

Sjáfvirk jöfnun

Þegar smellt er á hnappinn Sjálfvirk jöfnun opnast glugginn Sjálfvirk afstemming. Nánar verður farið í sjálfvirka jöfnun undir kaflanum Vinnuferli afstemminga.

Handvirk jöfnun

Almennt stemmir kerfið sjálfkrafa flestar af þeim færslum sem eru til afstemmingar að hverju sinni. Í þeim tilvikum sem ekki er samræmi milli færslna í banka og þess sem hefur verið bókað í bókhaldi þarf að notast við handvirka jöfnun. Nánar verður farið í handvirka jöfnun undir kaflanum Vinnuferli afstemminga.

Fjarlægja jöfnun

Ef færslur hafa verið ranglega paraðar saman er jöfnunin leyst upp með því að smella á hnappinn Fjarlægja jöfnun.

Sýna allt

Sýnir allar færslur yfirlitsins hvort sem þær eru jafnaðar eða ójafnaðar.

Sýna ójafnað

Setur afmörkun á ójafnaðar færslur.


Rafræn tenging

Út frá Rafræn tenging er hægt að opna innlestrarglugga og lesa inn færslur af viðkomandi reikningi frá bankanum.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.