Skip to main content
Skip table of contents

Bankareikningar lánardrottna

Til þess að spara innsláttarvinnu við greiðslu millifærslna er hagur í því að setja upp bankareikninga tengda hverjum lánardrottni.

Hægt er að setja upp bankareikning á ldr. út frá ldr. lista eða ldr. spjaldi með því að smella á Tengt > Lánardrottinn > Bankareikningar. Opnast þá Bankareikningslisti lánardrottins:

Til þess að setja upp nýjan reikning er smella á Nýtt og opnast þá bankareikningsspjald.

Nauðsynlegt er að fylla reitina Kóti, Bankanúmer og Númer bankareiknings. Aðra reiti er ekki nauðsynlegt að fylla út.

Reitur

Skýring

Kóti

Má vera hvað sem er en ágætt er að hafa kótann lýsandi fyrir reikninginn. Það á aðallega við ef viðkomandi er með fleiri en einn reikning.

Bankanúmer

Alltaf 4 stafir. Ef bankanúmerið er 3 stafir þarf að bæta 0 framan við.

Númer bankareiknings

Samsett úr höfuðbók og reikningsnúmeri. Þetta númer er alltaf á þessu formi: XX-XXXXXX. Ef reikningsnúmer er styttra en 6 stafir eru núllum bætt framan við.

Kenninr.

Kennitala reikningseiganda ef hann er annar er viðtakandi greiðslunnar (ldr).


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.