Bankareikningar lánardrottna
Til þess að spara innsláttarvinnu við greiðslu millifærslna er hagur í því að setja upp bankareikninga tengda hverjum lánardrottni.
Hægt er að setja upp bankareikning á ldr. út frá ldr. lista eða ldr. spjaldi með því að smella á Tengt > Lánardrottinn > Bankareikningar. Opnast þá Bankareikningslisti lánardrottins:
Til þess að setja upp nýjan reikning er smella á Nýtt og opnast þá bankareikningsspjald.
Nauðsynlegt er að fylla reitina Kóti, Bankanúmer og Númer bankareiknings. Aðra reiti er ekki nauðsynlegt að fylla út.
Reitur | Skýring |
---|---|
Kóti | Má vera hvað sem er en ágætt er að hafa kótann lýsandi fyrir reikninginn. Það á aðallega við ef viðkomandi er með fleiri en einn reikning. |
Bankanúmer | Alltaf 4 stafir. Ef bankanúmerið er 3 stafir þarf að bæta 0 framan við. |
Númer bankareiknings | Samsett úr höfuðbók og reikningsnúmeri. Þetta númer er alltaf á þessu formi: XX-XXXXXX. Ef reikningsnúmer er styttra en 6 stafir eru núllum bætt framan við. |
Kenninr. | Kennitala reikningseiganda ef hann er annar er viðtakandi greiðslunnar (ldr). |