Færslur á villu
Undir Villa sjást þær greiðslur sem hafa fallið í villugreiningu hjá bankanum. Nýir dálkar birtast í þessum flokki. Þetta eru dálkarnir Villukóði og Athugasemd kerfis, sem útskýra hvað hvers vegna viðkomandi greiðsla fór á villu hjá bankanum.
Það eina sem hægt er að gera við greiðslu í þessari stöðu er að endursenda hana í skráningu til að lagfæra viðeigandi vandamál og senda hana svo á ný í gegnum greiðsluferlið.
Vinnsla
Eina flýtiaðgerðin fyrir greiðslur á villu er að opna greiðsluspjaldið.
Aðgerðir
Eftirfarandi aðgerðarmöguleikar eru til staðar fyrir greiðslur sem eru í stöðunni Villa:
Reitur | Skýring |
---|---|
Handvirk breyting stöðu | Þessi aðgerð breytir stöðu á valinni greiðslu úr Villa í Í skráningu. |
Lagfæra greiðslu | Opnar nærmynd viðkomandi greiðslu, opið fyrir breytingar. Þegar glugganum er lokað eftir breytingar býður kerfið upp á að breyta stöðu og þá er valið Staðfest til að fá greiðsluna á stig þaðan sem hægt er að greiða hana. |
Ógreiddar kröfur í banka | Flettir upp öllum ógreiddum kröfum í banka. Aðeins í boði ef B2b viðbót er uppsett fyrir Bankasamskiptakerfið. |
Ógreiddar kröfur ldr. | Flettir upp öllum ógreiddum kröfum viðkomandi lánardrottins í banka. Aðeins í boði ef B2b viðbót er uppsett fyrir Bankasamskiptakerfið. |