Skip to main content
Skip table of contents

Frumuppsetning afstemminga

Þegar afstemmingar eru teknar í notkun í fyrsta sinn þarf að setja upphafsstöðu í töfluna sem heldur utan um innlesnar færslur frá bankanum. Mikilvægt er að þessi staða sé sett inn þar sem það tryggir að kerfið uppreikni rétta stöðu fyrir komandi afstemmingar.
Þessi staða er oftast sú sama og í bankanum daginn fyrir fyrsta dag afstemmingar. Undantekning á því er þegar hluti bókaðra bankareikningsfærslna er lokaður og hluti opinn. Staðan sem sett er í töfluna er notuð til þess að loka öllum opnum færslum fram að þeim degi sem afstemmingar í BC hefjast. Ef hluti færslnanna er þegar lokaður þarf því að setja stöðuna inn í tveimur tölum, aðra sem merkist Opin og hina sem merkist Lokuð.

Upphafsstaðan er sett inn með því að velja Frumstilla bankareikninga sem er aðgengilegt undir Aðgerðir í Bankasamskiptagrunni. 

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.