Greiðslutillögur til lánardrottna
Greiðslutillaga er aðgengileg út frá afmörkuninni Óstaðfestar/Í skráningu og aðgerðahnappnum Vinnsla.
Aðgerðin býr til greiðslur og greiðslulínur fyrir hvern lánardrottinn fyrir sig miðað við gefnar forsendur. Þetta er algengasta leiðin til að mynda greiðslur í kerfinu, út frá bókuðum reikningum.
Athugið að þegar greiðsla er mynduð útfrá greiðslutillögukeyrslunni er lánardrottnahreyfingin ætíð skráð sjálfkrafa sem greiðslulína í greiðslunni.
Keyrslan skiptist í tvo hluta, Valkostir og Lánardrottinn.
Valkostir
Reitur | Skýring |
---|---|
Síðasti greiðsludagur | Hér er valið hvaða gjalddaga skal miða við. Kerfið sækir færslur á gjalddaga til og með þeirrar dagsetningar sem skráð er í reitinn. |
Dagsetning frá | Kerfið útilokar allar færslur sem hafa gjalddaga fyrir þá dagsetningu sem skráð er í reitinn. |
Nota forgang lánardrottna | Ef hakað er í þennan reit notar keyrslan forgang til að velja þá lánardrottna sem greiða skal. Í flipanum Greiðslur á lánardrottnaspjaldinu er reiturinn Forgangur, þar er hægt að forgangsraða lánardrottnum. 1 hefur hæsta forgang, 2 næst hæsta forgang og svo koll af kolli. |
Upphæð til ráðstöfunar | Hér er hægt að slá inn upphæð sem velja má inn greiðslur fyrir. Kerfið hættir að mynda greiðslur þegar viðkomandi upphæð er náð. Kerfið krefst þess að forgangur lánardrottna sé notaður ef Upphæð til ráðstöfunar er notuð. |
Sleppa færslum á bið | Ef hakað er hér við þá koma ekki færslur sem eru með gildi í reitnum Bið í lánardrottnafærslu (til dæmis ef reikningur er enn í uppáskriftarferli) Flestir kjósa að haka í þennan reit. |
Ekki mynda „mínus" greiðslu | Ef hakað er við þetta myndast ekki greiðsla ef um er að ræða inneign af okkar hálfu. |
Leggja saman á lánardr. | Ef ekki er hakað í þennan reit myndar kerfið eina greiðslu fyrir hverja lánardrottnafærslu, nema annað sé tekið fram í Stillingum lánardrottna. Ef hakað er í reitinn myndar kerfið eina greiðslu fyrir allar hreyfingar lánardrottins innan annarra afmarkana. |
Stofna færslur út frá | Hér er í boði að velja Báðum, Aðeins frá uppáskrift eða Aðeins frá standard. Þetta er til að aðgreina reikninga sem koma úr uppáskriftakerfi og þá sem bókaðir eru í gegn um staðlaða BC kerfið. |
Afmarka á vídd | Ef aðeins á að greiða reikninga sem hafa verið bókaðar á tiltekna vídd, er hægt að setja afmörkun á keyrsluna út frá því. |
Greiðsludagur | Hér er valinn greiðsludagurinn sem allar greiðslur fá sem myndaðar eru með keyrslunni. |
Greiðist af reikningi | Hér er valið af hvaða bankareikningi á að greiða. Ef sjálfgefinn bankareikningur er valinn í stofngögnum þarf ekki að setja hann inn þarna. |
Staðfesta greiðslu | Ef hakað er hér þá staðfestist greiðslan sjálfkrafa og sleppir skrefinu Í skráningu/Óstaðfestar. |
Greiðslubók | Ef hakað er við notkun Greiðslubóka í stofngögnum kerfisins, opnast fyrir þennan reit. Hér er hægt að velja í hvaða greiðslubók greiðslurnar eiga að myndast. |
Lánardrottinn
Hér undir eru grunnreitirnir Nr. og Kóði greiðslumáta, en hægt er að bæta við fleiri reitum eftir þörfum. Þessir reitir eru notaðir til þess að afmarka þá lánardrottna sem kerfið fer í gegnum þegar greiðslutillögur eru myndaðar.