Í bókun
Greiðslur sem hafa verið samþykktar af bankanum og greiddar í kjölfarið eru uppfærðar í stöðuna Í bókun. Þar sem greiðslan hefur nú verið greidd í bankanum þarf að bóka greiðsluna einnig í fjárhagskerfinu.
Nýr dálkur, Áfallinn kostnaður, birtist fyrir greiðslur í þessari stöðu. Þessi dálkur inniheldur upplýsingar um áfallinn kostnað svo sem vexti eða seðilgjald sem er innifalið í heildarupphæð greiðslunnar. Áfallinn kostnaður getur því hækkað heildarúttektina sem var tekin af bankareikningnum fyrir greiðsluna.
Vinnsla
Eftirfarandi vinnslumöguleikar eru fyrir greiðslur í stöðunni Í bókun:
Reitur | Skýring |
---|---|
Bóka bunka | Þessi aðgerð myndar færslulínur í þá færslubók sem tilgreind er í stofngögnum kerfisins og bókar í kjölfarið ef sjálfvirk bókun hefur verið valin í uppsetningu Bankasamskiptakerfisins. Ef viðbættur kostnaður er á greiðslunni er hann fyrst bókaður og svo jafnaður sjálfkrafa á móti greiðslunni. |
Spjald | Opnar nærmynd af viðkomandi greiðslu. |
Aðgerðir
Eftirfarandi aðgerðarmöguleikar eru til staðar fyrir greiðslur sem eru í stöðunni Í bókun:
Reitir | Skýring |
---|---|
Sjá flokkun gjalda | Opnar glugga sem sýnir sundurliðun á áföllnum kostnaði og samantekt greiðslu. |
Prenta - Greiðslukvittun | Þessi aðgerð prentar út greiðslustaðfestingu fyrir bókhald. |
Ógreiddar kröfur í banka | Flettir upp öllum ógreiddum kröfum í banka. |
Ógreiddar kröfur ldr. | Flettir upp öllum ógreiddum kröfum viðkomandi ldr. í banka. |