Skip to main content
Skip table of contents

Í vinnslu

Þegar greiðsla hefur verið send til viðkomandi banka til greiðslu fer hún sjálfkrafa í stöðuna Í vinnslu. Nýr dálkur, Einkenni greiðslubunka, birtist í greiðsluyfirlitinu. Þessi dálkur inniheldur einkvæmt númer sem sendingarbunkinn fær úthlutað af bankanum. Greiðslan bíður nú staðfestingar á því að bankinn samþykki hana og greiði. Mismunandi er eftir stillingu hjá bankanum hvort viðkomandi reikningshafi þurfi að skrá sig inn í fyrirtækjabankann og staðfesta greiðsluna þar eða hvort greiðslan sé villuprófuð og samþykkt sjálfkrafa af bankanum.


Vinnsla

Eftirfarandi vinnslumöguleikar eru fyrir greiðslur í stöðunni Í vinnslu:

Reitur

Skýring

Uppfæra stöðu

Kerfið sendir inn fyrirspurn um hvern greiðslubunka fyrir sig og kannar hver staða greiðslunnar er í viðkomandi bankastofnun. Ef greiðslubunkinn hefur verið greiddur í bankanum fær kerfið svar frá bankanum og staða færslnanna breytist annaðhvort í Í bókun ef allar forsendur eru réttar en Villa ef færslan hefur farið á villu í bankanum. Ef engin breyting er á greiðslustöðunni verður greiðslubunkinn áfram í stöðunni Í vinnslu.

Spjald

Opnar nærmynd af viðkomandi greiðslu.


Aðgerðir

Eftirfarandi aðgerðarmöguleikar eru til staðar fyrir greiðslur sem eru í stöðunni Í vinnslu:

Reitur

Skýring

Uppfæra stöðu valins bunka

Kannar stöðu valins bunka í bankanum á sama hátt og aðgerðin Uppfæra stöðu undir valmöguleikanum Vinnsla.

Handvirk breyting stöðu

Í undantekningartilfellum, t.d. ef svar berst ekki frá banka er hægt að breyta stöðu færslna handvirkt.

Valmöguleikarnir eru eftirfarandi:

Ef færsla er send í bókun með þessum hætti þarf að gæta þess að handskrá allan áfallin kostnað.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.