Í vinnslu
Þegar greiðsla hefur verið send til viðkomandi banka til greiðslu fer hún sjálfkrafa í stöðuna Í vinnslu. Nýr dálkur, Einkenni greiðslubunka, birtist í greiðsluyfirlitinu. Þessi dálkur inniheldur einkvæmt númer sem sendingarbunkinn fær úthlutað af bankanum. Greiðslan bíður nú staðfestingar á því að bankinn samþykki hana og greiði. Mismunandi er eftir stillingu hjá bankanum hvort viðkomandi reikningshafi þurfi að skrá sig inn í fyrirtækjabankann og staðfesta greiðsluna þar eða hvort greiðslan sé villuprófuð og samþykkt sjálfkrafa af bankanum.
Vinnsla
Eftirfarandi flýtiaðgerðir eru fyrir greiðslur í stöðunni Í vinnslu:
Reitur | Skýring |
---|---|
Uppfæra stöðu | Kerfið sendir inn fyrirspurn um hvern greiðslubunka fyrir sig og kannar hver staða greiðslunnar er í viðkomandi bankastofnun. Ef greiðslubunkinn hefur verið greiddur í bankanum fær kerfið svar frá bankanum og staða færslnanna breytist annaðhvort í Í bókun ef allar forsendur eru réttar en Villa ef færslan hefur farið á villu í bankanum. Ef engin breyting er á greiðslustöðunni verður greiðslubunkinn áfram í stöðunni Í vinnslu. |
Spjald | Opnar nærmynd af viðkomandi greiðslu. |
Aðgerðir
Eftirfarandi aðgerðarmöguleikar eru til staðar fyrir greiðslur sem eru í stöðunni Í vinnslu:
Reitur | Skýring |
---|---|
Uppfæra stöðu valins bunka | Kannar stöðu valins bunka í bankanum á sama hátt og aðgerðin Uppfæra stöðu undir valmöguleikanum Vinnsla. |
Handvirk breyting stöðu | Í undantekningartilfellum, t.d. ef svar berst ekki frá banka er hægt að breyta stöðu færslna handvirkt. Valmöguleikarnir eru eftirfarandi: Ef færsla er send í bókun með þessum hætti þarf að gæta þess að handskrá allan áfallin kostnað. |
Villumeðhöndlun > Handvirkt skrá inn einkenni greiðslubunka | Aðgerð sem leyfir notanda að skrá handvirkt inn einkenni greiðslubunka og færa valdar færslur yfir í stöðuna Í vinnslu. Þessa aðgerð ætti aðeins að nota ef upp koma vandamál í samskiptum við banka og einkenni greiðslubunka hafa ekki skilað sér þegar greiðslubunki var sendur. |