Skip to main content
Skip table of contents

Innlestur bankahreyfinga

Þegar aðgerðin Innlestur bankahreyfinga er valin opnast glugginn Bankahreyfingar.

Byrjað er á því að velja þann bankareikning sem á að sækja færslur fyrir. Það er gert með því að smella á aðgerðina Bankareikningar. Þá opnast gluggi með öllum bankareikningum sem hafa verið settir upp í Bankasamskiptakerfinu.

Bankareikningur er valinn og birtast þá upplýsingar um viðkomandi bankareikning efst í hægra horninu undir Bankaupplýsingar. Efst í glugganum er sú dagsetning sem á að lesa inn fyrir valin.

Reitur

Skýring

Dagsetningar frá

Hér er slegið inn frá og með hvaða dagsetningu á að sækja bankahreyfingar. Þessi reitur verður virkur eftir að búið er að velja bankareikning til að vinna með. Kerfið heldur utanum hvenær færslur voru síðast sóttar og skráðar fyrir valinn bankareikning og setur því sjálfkrafa í reitinn þá dagsetningu sem síðast var sótt til.

Dagsetningar til

Hér er slegið inn til og með hvaða dagsetningu á að sækja bankahreyfingar. Þessi reitur verður virkur eftir að búið er að velja bankareikning til að vinna með. Sjálfgefið gildi í þessum reit er dagurinn fyrir skráða vinnudagsetningu. Forðast skal að sækja færslur fyrir líðandi dag þar sem það getur valdið því að færslur sé tvískráðar í kerfið.


Sækja færslur

Aðgerðin Sækja færslur verður virk þegar búið er að velja bankareikning til þess að vinna með. Þegar dagsetningar hafa verið valdar er aðgerðin valin og tengist kerfið þá bankastofnun viðkomandi bankareiknings og sækir hreyfingar miðað við gefið tímabil. Kerfið uppfærir einnig reikningsupplýsingar gluggans (staða, yfirdráttarheimild, o.s.frv.) við þessa aðgerð, hvort sem færslur finnast eða ekki.


Skráning

Ef færslur fundust fyrir valinn bankareikning birtast þær í færsluglugganum og aðgerðarhnappurinn Skráning verður virkur. Þegar smellt er á hnappinn skráir kerfið færslurnar inn í bankafærslutöfluna í BC. Færslurnar eru svo sóttar úr töflunni fyrir bankaafstemmingar og fleiri vinnslur.

Ef tilgangurinn með því að sækja færslur fyrir valinn reikning og tímabil er ekki að skrá þær í BC heldur til að lesa þær inn einungis til upplýsinga er aðgerðinni Skráning sleppt og hverfa færslurnar þá þegar glugganum er lokað.

Þegar færslur eru skráðar í BC kannar kerfið hvort viðkomandi færsla hefur verið lesin inn áður.

Kerfið notar tvær leiðir til þess. Annarsvegar leitar kerfið eftir færslueinkenni færslunnar (Transaction ID) ef það er sent af viðkomandi banka. Ef færslueinkenni er ekki notað ber það saman hin ýmsu gögn s.s. dagsetningu, seðilnúmer, tilvísun, upphæð o.s.frv. til að reyna finna út hvort færslan hafi áður verið lesin inn. Ef kerfið telur að færslurnar hafi áður verið sóttar eru þær litaðar rauðar og þeim sleppt í innlestri.

Ef lesa þarf inn færslur sem þegar eru í töflunni aftur af einhverjum ástæðum eru viðkomandi færslur merktar með því að velja Aðgerðir og Merkja valdar færslur. Að því loknu er aðgerðin Skráning valin.


Prenta

Hér er hægt að prenta yfirlitið með því að velja aðgerðina Prenta undir Aðgerðir.


Upplýsingagluggi

Í upplýsingaglugganum hægra megin við færslurnar eru eftirfarandi reitir:

Reitur

Skýring

Bankaupplýsingar

Útibú

Útibúsnúmer valins bankareiknings.

HB – reikninúmer

Höfuðbók og númer valins bankareiknings.

Bankastofnun

Bankastofnun sem reikningurinn tilheyrir.

Ástand

Hér kemur fram ástand valins bankareiknings hjá bankanum, t.d. Open, Closed o.s.frv.

Gjaldmiðill

Gjaldmiðill valins reiknings.

Lýsing

Lýsing bankareikningsins hjá bankanum.

Staða

Núverandi staða bankareikningsins.

Til ráðstöfunar

Sú upphæð sem er til ráðstöfunar á völdum bankareikningi. Til ráðstöfunar er staða reikningsins að viðbættri yfirdráttarheimild ef einhver er.

Yfirdráttarheimild

Leyfð yfirdráttarheimild reikningsins.

Upphæð í bið

Upphæð greiðslubeiðna sem ekki er innistæða fyrir.

Aukaupplýsingar

Færslubanki

Bankanúmer bankans sem valin lína tilheyrir.

Bunkanúmer

Bunkanúmer færslunnar sem línan tilheyrir.

Kóði flokks

Kóði flokks, t.d. 03 fyrir Millifært.

Flokkur

Heiti flokks, t.d. Millifært.

Staða

Staða reikningsins við valda færslu.

Einkenni færslu

Einkenni færslunnar frá bankanum.

Einkenni greiðanda

Kennitala eða viðskiptanúmer greiðanda.

Staða línu

Staða línunnar í BC.


Innlesnar bankafærslur

Hægt er að skoða færslur sem hafa verið lesnar inn frá bankanum bæði út frá glugganum Innlesnar bankafærslur (allar færslur sýnilegar) en sú aðgerð er aðgengileg út frá Ferill í hlutverki banksamskiptakerfisins og út frá Tengt í afstemmingarglugga (færslur tengdar viðkomandi reikningi).


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.