Skip to main content
Skip table of contents

Innlestur gengis - Gengisfletting

Þegar aðgerðin Innlestur gengis er valin, þá opnast glugginn Gengisfletting.

Reitir

Skýring

Bankastofnun

Bankastofnun sem er tilgreind í banksamskiptagrunni.

Tegund gengis

Hér er hægt að velja tegund þess gengis sem sótt er. Sambankastaðallinn býður upp á þrjár tegundir tengis. Þær eru: Gengi viðskiptabanka, Tollgengi og Seðlagengi.

Viðmiðunargengi

Viðmiðunargengi er sett upp í stofngögnum kerfisins og stýrist af því hvaða gjaldmiðli bókhald viðkomandi fyrirtækis er fært í.

Dagsetning gengis

Hér er skráð fyrir hvaða dag sækja á gengi. Hægt er að slá dagsetninguna beint inn í reitinn eða smella á dagatalið og velja þar dagsetningu.

Innlestrar-gengi

Stillt í Bankasamskiptagrunni. Ef gengi er sótt til viðskiptabanka er hægt að velja um Kaupgengi, Sölugengi og Miðgengi. Miðgengi er meðaltal af Sölugengi og Kaupgengi. Aðeins er hægt að sækja miðgengi ef gengi er sótt frá Seðlabanka Íslands.

Lesa inn í öll fyrirtæki

Til þess að þessi reitur verði virkur þarf tvennt að koma til. Annars vegar þarf að vera búið að sækja eitthvert gengi og hins vegar þurfa tvö eða fleiri fyrirtæki að vera til staðar í gagnagrunninum. Ef hakað er í þennan reit er gengið lesið inn í öll fyrirtæki sem finnast í grunninum. Ef fyrirtæki í grunninum eru gerð upp í mismunandi gjaldmiðlum er tekið tillit til þess við skráningu gengisins í hvert fyrirtækis.

Sækja í banka

Þegar þessi hnappur er valinn tengist kerfið viðkomandi bankastofnun og sækir gengi miðað við valdar afmarkanir.

Skrá í BC

Þessi hnappur verður virkur þegar búið er að sækja gengi til bankans. Ef hann er valinn er það gengi sem sótt var og sá gengisflokkur sem valinn var skráð inn í gengistöflu BC.

Fleiri valkostir

Ef smellt er á Fleiri valkostir birtast hnapparnir Aðgerðir og Tengt.

Aðgerðir

Undir Aðgerðir er hægt að velja Hreinsa. Ef þessi aðgerð er valin er innlesið gengi hreinsað úr innlestrarglugganum.

Tengt

Undir Tengt er hægt að opna spjald valins gjaldmiðils og gengisstuðul valins gjaldmiðils sem sýnir það gengi sem hefur verið skráð á viðkomandi gjaldmiðil.

Þeir dálkar sem sjást í glugganum sýna kaupgengi, sölugengi og miðgengi fyrir alla gjaldmiðla sem eru hluti af innlestrinum ásamt breytingu frá því síðast var lesið inn.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.