Ný greiðsla
Greiðslur sem greiða á út frá greiðslukerfinu eru skráðar í gluggann Breyta - Greiðsla - Nærmynd. Til að nýskrá staka greiðslu er hnappurinn Ný greiðsla undir Vinnsla valinn.
Þegar ný greiðsla er stofnuð með þessu hætti þarf að fylla út eftirfarandi reiti á greiðsluspjaldinu:
Tegund viðtakanda | Skýring |
---|---|
Lánardrottinn | Valið þegar greiðsla skal bókast á lánardrottna í kerfinu. |
Viðskiptamaður | Valið þegar greiðsla skal bókast á viðskiptamann í kerfinu. |
Eigin reikningar | Valið þegar greiðsla skal bókast á milli bankareikninga í kerfinu. |
*Fjárhagur | Valið þegar greiðsla skal bókast á fjárhagslykil. |
*Skuldabréf | Valið þegar greiðslutillaga skuldabréfs er valin. |
*Launagreiðsla | Valið þegar greiðsla er launagreiðsla. ATH að greiðslubunki merkist ekki sem launagreiðslubunki í banka með þessari greiðsluaðferð. |
*Takmörkuð virkni í BC17
Aðrir reitir | Skýring |
---|---|
Viðtakandi | Stjórnast af Tegund viðtakanda. Fyrir tegundina Eigin reikningar er reiturinn lokaður, en fyrir aðrar tegundir opnast viðeigandi uppflettigluggi, s.s ef tegund viðtakanda er Lánardrottinn opnast yfirlit lánardrottna o.s.frv. |
Heiti viðtakanda | Fyllist út sjálfkrafa út frá gildinu sem valið er í reitinn Viðtakandi. |
Tegund greiðslu | Hér er tegund greiðslunnar skráð. Eftirfarandi möguleikar eru í boði:
Athugið að ef tegund viðtakanda er Eigin reikningar lokast fyrir þennan reit og hann merkist sjálfkrafa sem Millifærsla. |
Af bankareikningi | Hér er valið af hvaða bankareikningi greiðslan skal greiðast. Hér er hægt að fletta upp þeim bankareikningum sem hafa verið skráðir sem rafrænir bankareikningar. |
Upphæð greiðslu | Hér er upphæð greiðslu skráð. |
Til greiðslu | Hér er valin sú dagsetning sem greiða skal viðkomandi greiðslu. Í glugganum Til greiðslu mun greiðslan ekki birtast fyrr en kemur að réttri greiðsludagsetningu eða ef afmörkun dagsetningar er breytt. Athugið að þessi dagsetning hefur aðeins gildi í Bankasamskiptakerfinu en ekki er um að ræða að senda greiðslur fram í tímann í bankanum. Sjálfgefin dagsetning er dagurinn sem greiðslan er skráð. |
Tilvísun | Hér er hægt að skrá 7 stafa tilvísun sem fylgir greiðslunni í gegnum allt ferli bankans. |
Tilvísun / Skýring | Hér er hægt að skrá 20 stafa skýringu á greiðslunni sem fylgir yfir til bankans. |
Bókunarlýsing | Tilgreinir lýsingu sem sett er í færslubók þegar viðkomandi greiðsla er bókuð. Ef reiturinn er tómur er sjálfgefinn texti notaður. |
Greiðslubók | Hér er hægt að velja inn í hvaða greiðslubók greiðslan myndast ef greiðslubækur eru í notkun. |
Senda staðfestingu | Hægt er að senda staðfestingu í tölvupósti. Ef það er valið, þá opnast nýtt svæði þar sem hægt er að slá inn netfang. |
Greiðslurönd | Greiðsluupplýsingar eru skráðar inn í reitina fyrir miðjum glugga. Reitirnir sem birtast þar stjórnast af tegund greiðslu. Einnig er hægt að skrá greiðsluupplýsingar með því að smella á punktana þrjá (…) aftan við reitinn Tegund greiðslu. Ef um greiðsluseðil er að ræða birtast eftirfarandi reitir þar sem OCR rönd greiðsluseðilsins er slegin inn: Ef um millifærslu er að ræða birtast eftirfarandi reitir þar sem upplýsingar um bankareikninginn sem greiðslan á að fara inn á eru slegnar inn: Í fyrsta reitnum Inná bankareikning er hægt að velja bankareikning sem er tengdur viðkomandi viðtakanda. Ef bankareikningur er valinn frá þessum reit fyllist sjálfkrafa í reitina sem á eftir koma. Ef um A/B eða C gíró er að ræða birtast eftirfarandi reitir: Ef hakað er í reitinn Sækja kt. frá kóta viðtakanda í flipanum Greiðslur í stofngögnum kerfisins, þá setur kerfið kóta viðtakanda í kennitölureitinn í greiðsluröndinni. |
Línur | Neðst á greiðsluspjaldinu eru línur en þar er hægt að velja opnar lánardrottnafærslur sem eru tengdar þeim lánardrottni sem er skráður sem viðtakandi á greiðslunni. Með því að kafa ofan í dálkinn Færsla nr. opnast yfirlit með öllum opnum lánardrottnafærslum viðkomandi lánardrottna. Þær færslur sem eru grænar á þessum lista eru þegar tengdar greiðslu í greiðsluferlinu. Þegar lánardrottnafærsla er valin myndast viðeigandi greiðslulína fyrir þá lánardrottnafærslu. |
Lykilreitir í upplýsingaglugganum
Hægra megin í greiðsluglugganum eru upplýsingareitir fyrir greiðsluna.
Reitur | Skýring |
---|---|
Greiðsla tilbúin | Þegar allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir viðkomandi greiðslu hafa verið skráðar breytist gildið í þessum reit í Já. |
Staða | Staða greiðslunnar. |
Greiðist | Segir til um hvenær greiðslan er skráð til greiðslu. |
Staða reiknings | Segir til um stöðu útgreiðslureikningsins. |
Upphæð greiðslu | Sú upphæð sem skráð er á greiðsluspjaldinu. |
Tengd upphæð | Heildarsumma þeirra greiðslulína sem valdar hafa verið. |
Áfallinn kostnaður | Heildarsumma áfallins kostnaðar, þ.e. þær greiðslulínur sem hafa tegundina Vextir (áfallnir vextir). |
Aukagjöld | Heildarsumma viðbættra gjalda, þ.e. þær greiðslulínur sem hafa tegundina Gjöld (fyrirfram skráð seðilgjöld). |