Skip to main content
Skip table of contents

Ný greiðsla

Greiðslur sem greiða á út frá greiðslukerfinu eru skráðar í gluggann Breyta - Greiðsla - Nærmynd. Til að nýskrá staka greiðslu er hnappurinn Ný greiðsla undir Vinnsla valinn.

image-20241114-112252.png

Þegar ný greiðsla er stofnuð með þessu hætti þarf að fylla út eftirfarandi reiti á greiðsluspjaldinu:

Tegund viðtakanda

Skýring

Lánardrottinn

Valið þegar greiðsla skal bókast á lánardrottna í kerfinu.

Viðskiptamaður

Valið þegar greiðsla skal bókast á viðskiptamann í kerfinu.

Eigin reikningar

Valið þegar greiðsla skal bókast á milli bankareikninga í kerfinu.

*Fjárhagur

Valið þegar greiðsla skal bókast á fjárhagslykil.

*Skuldabréf

Valið þegar greiðslutillaga skuldabréfs er valin.
Ekki er hægt að stofna greiðslur vegna skuldabréfa handvirkt, heldur verður það að gerast í gegnum Skuldabréfakerfið.

*Launagreiðsla

Valið þegar greiðsla er launagreiðsla. ATH að greiðslubunki merkist ekki sem launagreiðslubunki í banka með þessari greiðsluaðferð.
Ekki er hægt að stofna launagreiðslur handvirkt, heldur verður það að gerast í gegnum Launakerfið.

*Takmörkuð virkni í BC17

Aðrir reitir

Skýring

Viðtakandi

Stjórnast af Tegund viðtakanda. Fyrir tegundina Eigin reikningar er reiturinn lokaður, en fyrir aðrar tegundir opnast viðeigandi uppflettigluggi, s.s ef tegund viðtakanda er Lánardrottinn opnast yfirlit lánardrottna o.s.frv.

Heiti viðtakanda

Fyllist út sjálfkrafa út frá gildinu sem valið er í reitinn Viðtakandi.

Tegund greiðslu

Hér er tegund greiðslunnar skráð. Eftirfarandi möguleikar eru í boði:

  • Millifærsla

  • Greiðsluseðill

  • A/B gíróseðill

  • C gíróseðill

Athugið að ef tegund viðtakanda er Eigin reikningar lokast fyrir þennan reit og hann merkist sjálfkrafa sem Millifærsla.

Af bankareikningi

Hér er valið af hvaða bankareikningi greiðslan skal greiðast. Hér er hægt að fletta upp þeim bankareikningum sem hafa verið skráðir sem rafrænir bankareikningar.

Upphæð greiðslu

Hér er upphæð greiðslu skráð.

Til greiðslu

Hér er valin sú dagsetning sem greiða skal viðkomandi greiðslu. Í glugganum Til greiðslu mun greiðslan ekki birtast fyrr en kemur að réttri greiðsludagsetningu eða ef afmörkun dagsetningar er breytt. Athugið að þessi dagsetning hefur aðeins gildi í Bankasamskiptakerfinu en ekki er um að ræða að senda greiðslur fram í tímann í bankanum. Sjálfgefin dagsetning er dagurinn sem greiðslan er skráð.

Tilvísun

Hér er hægt að skrá 7 stafa tilvísun sem fylgir greiðslunni í gegnum allt ferli bankans.

Tilvísun / Skýring

Hér er hægt að skrá 20 stafa skýringu á greiðslunni sem fylgir yfir til bankans.

Bókunarlýsing

Tilgreinir lýsingu sem sett er í færslubók þegar viðkomandi greiðsla er bókuð. Ef reiturinn er tómur er sjálfgefinn texti notaður.

Greiðslubók

Hér er hægt að velja inn í hvaða greiðslubók greiðslan myndast ef greiðslubækur eru í notkun.

Senda staðfestingu

Hægt er að senda staðfestingu í tölvupósti. Ef það er valið, þá opnast nýtt svæði þar sem hægt er að slá inn netfang.

Greiðslurönd

Greiðsluupplýsingar eru skráðar inn í reitina fyrir miðjum glugga. Reitirnir sem birtast þar stjórnast af tegund greiðslu. Einnig er hægt að skrá greiðsluupplýsingar með því að smella á punktana þrjá (…) aftan við reitinn Tegund greiðslu.

Ef um greiðsluseðil er að ræða birtast eftirfarandi reitir þar sem OCR rönd greiðsluseðilsins er slegin inn:

Ef um millifærslu er að ræða birtast eftirfarandi reitir þar sem upplýsingar um bankareikninginn sem greiðslan á að fara inn á eru slegnar inn:

Í fyrsta reitnum Inná bankareikning er hægt að velja bankareikning sem er tengdur viðkomandi viðtakanda. Ef bankareikningur er valinn frá þessum reit fyllist sjálfkrafa í reitina sem á eftir koma.

Ef um A/B eða C gíró er að ræða birtast eftirfarandi reitir:

Ef hakað er í reitinn Sækja kt. frá kóta viðtakanda í flipanum Greiðslur í stofngögnum kerfisins, þá setur kerfið kóta viðtakanda í kennitölureitinn í greiðsluröndinni.

Línur

Neðst á greiðsluspjaldinu eru línur en þar er hægt að velja opnar lánardrottnafærslur sem eru tengdar þeim lánardrottni sem er skráður sem viðtakandi á greiðslunni.

Með því að kafa ofan í dálkinn Færsla nr. opnast yfirlit með öllum opnum lánardrottnafærslum viðkomandi lánardrottna. Þær færslur sem eru grænar á þessum lista eru þegar tengdar greiðslu í greiðsluferlinu. Þegar lánardrottnafærsla er valin myndast viðeigandi greiðslulína fyrir þá lánardrottnafærslu.


Lykilreitir í upplýsingaglugganum

Hægra megin í greiðsluglugganum eru upplýsingareitir fyrir greiðsluna.

Reitur

Skýring

Greiðsla tilbúin

Þegar allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir viðkomandi greiðslu hafa verið skráðar breytist gildið í þessum reit í .

Staða

Staða greiðslunnar.

Greiðist

Segir til um hvenær greiðslan er skráð til greiðslu.

Staða reiknings

Segir til um stöðu útgreiðslureikningsins.

Upphæð greiðslu

Sú upphæð sem skráð er á greiðsluspjaldinu.

Tengd upphæð

Heildarsumma þeirra greiðslulína sem valdar hafa verið.

Áfallinn kostnaður

Heildarsumma áfallins kostnaðar, þ.e. þær greiðslulínur sem hafa tegundina Vextir (áfallnir vextir).

Aukagjöld

Heildarsumma viðbættra gjalda, þ.e. þær greiðslulínur sem hafa tegundina Gjöld (fyrirfram skráð seðilgjöld).


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.