Skip to main content
Skip table of contents

Óstaðfestar / Í skráningu

Þegar ný greiðsla er stofnuð er hún sjálfkrafa sett í stöðuna Óstaðfest/Í skráningu. Greiðslu í þessari stöðu er hægt að breyta að öllu leiti og einnig er hægt að eyða henni.

Vinnsla

Eftirfarandi vinnslumöguleikar eru fyrir greiðslur í stöðunni Óstaðfestar/Í skráningu:

Reitur

Skýring

Ný greiðsla

Þegar ný greiðsla er stofnuð án þess að notast við greiðslutillögu er það gert með því að smella á Ný greiðsla. á opnast greiðslugluggi þar sem hægt er að skrá upplýsingar fyrir greiðsluna velja inn ldr. færslur fyrir jöfnun.

Greiðslutillaga

Til þess að keyra greiðslutillögu og stofna þannig nýjar greiðslur er smella á Greiðslutillaga. Þá opnast glugginn Greiðslutillaga þar sem settar eru inn þær afmarkanir sem óskað er eftir áður en að greiðslurnar eru stofnaðar með því að keyra greiðslutillöguna.

Spjald

Til að komast inn í greiðsluspjald hverrar greiðslu fyrir sig.

Staðfesta valið

Allar valdar færslur eru staðfestar í einni aðgerð og staða þeirra breytist í Staðfest.

Yfirfara greiðsluupplýsingar

Þessi aðgerð villuprófar valdar greiðslur.


Aðgerðir

Eftirfarandi aðgerðarmöguleikar eru til staðar fyrir greiðslur sem eru í stöðunni Í skráningu/Óstaðfestar:

Reitur

Skýring

Eyða völdum greiðslum

Eyðir völdum greiðslum (sem búið er að haka í). Greiðslurnar er hægt að sækja aftur með greiðslutillögu eða með því að búa til nýja greiðslu.

Reikna samtals valið

Reiknar samtölu valinna færslna og birtir í sér glugga.

Breyta í millifærslu

Breytir völdum færslum í millifærslu ef tegund þeirra var önnur.

Sameina valda í eina greiðslu

Sameinar valdar greiðslur í eina greiðslu. Þessi valmöguleiki er t.d. notaður þegar um er að ræða marga reikninga sem sameinast á einn greiðsluseðil. Hægt er að velja greiðsluseðilsrönd í sér glugga sem opnast við aðgerðina.

Skuldajöfnun

Hægt er að skuldajafna í kerfinu með því að velja þessa aðgerð.  Þá leitar kerfið að viðskiptamanni og lánardrottni með sama númer, sem er oftast kennitalan á Íslandi.

Þegar aðgerðin er valin, þá opnast nýr gluggi þar sem hægt er að velja inn lánardrottnahreyfingar og viðskiptamannahreyfingar með því að velja viðeigandi hnapp úr stikunni.

Færslur sem á að jafna saman eru valdar úr hvorum flokk fyrir sig og smellt á Í lagi til að staðfesta að sú upphæð sé til jöfnunar.

Þegar búið er að fylla inn bæði úr viðskiptamanna- og lánardrottnafærslum er hægt að bóka skuldajöfnun.  Kerfið bókar greiðslufærslur beggja megin og jafnar.

Reitur

Skýring

Ógreiddar kröfur í banka

Flettir upp öllum ógreiddum kröfum í banka.

Ógreiddar kröfur ldr.

Flettir upp öllum ógreiddum kröfum viðkomandi lánardrottna í banka.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.