Skip to main content
Skip table of contents

Raunstaða bankareikninga

Þessi aðgerð opnar gluggann Raunstaða bankareikninga. Í glugganum er listi yfir alla bankareikninga sem eru uppsettir sem rafrænir reikninga og með virka stöðu í Bankasamskiptakerfinu undir Reikningar bankastofnana.

Í glugganum eru eftirfarandi dálkar:

Reitur

Skýring

Bankastofnun

Heiti bankastofnunnar í BC.

Bankareikningur

Númer bankareikningsins af bankareikningsspjaldi í BC.

Heiti bankareiknings

Heiti bankareiknings af bankareikningsspjaldi í BC.

Eftir að stöður hafa verið sóttar birtast gögn í næstu reitum.

Reitur

Skýring

Staða

Staða viðkomandi reiknings í bankanum.

Til ráðstöfunar

Upphæð til ráðstöfunar á viðkomandi bankareikningi að yfirdráttarheimild meðtalinni en hún er til staðar.

Til ráðstöfunar í ISK

Upphæð til ráðstöfunar í grunngjaldmiðli kerfisins.

Yfirdráttarheimild

Upphæð yfirdráttarheimildar  á viðkomandi reikningi.

Gjaldmiðill

Gjaldmiðill viðkomandi bankareiknings.

Dags. gengis

Þessi reitur á við þegar um gjaldmiðlareikninga er að ræða og birtir dagsetningu þess gengis sem notað er við útreikning yfir í grunngjaldmiðil.

Ástand reiknings

Ástand reikningsins í bankanum, opinn eða lokaður.

Villuskilaboð

Ef upp koma villur er textinn birtur í þessum reit.

Sækja stöður

Notaður til að uppfæra upplýsingar í glugganum.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.