Sjálfvirk uppfærsla á greiðslustaðfestingu
Verkröð á Codeunit 10007658 sem sækir sjálfkrafa greiðslustaðfestinu (og bókar greiðslur).

Til þess að hægt sé að sækja greiðslustaðfestingu sjálfvirkt þarf einnig að stilla viðeigandi reit eða reiti í Bankasamskiptagrunni.

Með því að haka í reitinn Sækja sjálfvirkt greiðslustaðfestingu, þá mun kerfið sækja greiðslustaðfestingu fyrir allar greiðslur sem eru í stöðunni Í vinnslu.
Ef einnig er hakað í reitinn Bóka greiðslur sjálfvirkt, þá mun kerfið einnig flytja kröfur sjálfkrafa yfir í færslubók í kjölfarið. Þegar smellt er í reitinn, kannar kerfið hvort einnig sé hakað í reitinn Sjálfvirk bókun við greiðslu. Ef svo er ekki kemur kerfið með þessa athugasemd.

Hér er æskilegt að valið sé Já, sem verður til þess að hak er sett í reitinn Bóka greiðslur sjálfvirkt. Þetta þýðir að þegar kerfið færir greiðslurnar yfir í færslubókina, eru hún bókuð í kjölfarið. Ef ekki er hakað í þennan reit Bóka greiðslur sjálfvirkt, þá verða færslurnar eftir óbókaðar í færslubókinni, sem veldur því að þegar færslur eru næst fluttar í færslubókina, þá muni þær færslur fá sama fylgiskjalsnúmer og áður var búið að úthluta.