Sjálfvirkur innlestur ógreiddra greiðsluseðla
Verkröð á Codeunit 10026801 les inn ógreidda greiðsluseðla. Þessi aðgerð notar B2B vefþjónustur banka en ekki IOBS staðailinn. Þessi þjónusta er í boði í dag fyrir Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka.
Þessi verkröð er oftast stillt þannig að ógreiddir greiðsluseðlar eru lesnir inn að morgni, alla virka daga. Einhverjir notendur kjósa að láta verkröðina lesa inn oft á dag og er ekkert því til fyrirstöðu en notandi stýrir því sjálfur.
Til að sjálfvirkur innlestur ógreiddra greiðsluseðla virki þarf einnig að haka við Sjálfvirkan innlestur á ógreiddum reikningum í uppsetningu B2B viðbótar: