Skip to main content
Skip table of contents

Staðfest

Þegar búið er að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir greiðsluna er hún staðfest. Greiðslum í stöðunni Staðfest er ekki hægt að eyða.

Efst í glugganum fyrir staðfestar færslur eru afmörkunargluggar fyrir greiðsludagsetningu og útgreiðslureikning.

Reitur

Skýring

Til greiðslu

Hér er hægt að afmarka allar greiðslur til og með þeirri dagsetningu sem hér er slegin inn. 

Dæmi: Ef slegin er inn ákveðin dagsetning koma fram allar greiðslur sem eiga að greiðast þann dag og að auki þær greiðslur sem áttu að greiðast fyrir þann dag.  Ef greiðsludagurinn er eldri en dagurinn í dag verður greiðslulínan rauð. Kerfið gerir kröfu um að alltaf sé dagsetning í þessum afmörkunarreit.  Þegar glugginn er opnaður birtist dagsetning dagsins í dag sjálfkrafa.

Útgreiðslureikningur

Hér er hægt að afmarka greiðslur sem skráðar eru með valinn útgreiðslureikning.  Þar sem aðeins er hægt að senda greiðslur í einn banka í einu er afmörkun á þessum reit nauðsynleg. 

Ef greiðslur hafa verið stofnaðar á annarri greiðsludagsetningu eða tengdar öðrum útgreiðslureikningi þarf að breyta afmörkuninni í þessum reitum til þess að þær birtist í glugganum.


Vinnsla

Eftirfarandi flýtiaðgerðir eru fyrir greiðslur í stöðunni Staðfest:

image-20241114-145405.png

Reitur

Skýring

Greiða bunka

Þessi aðgerð sendir þær greiðslur sem búið er að merkja til greiðslu í bankanum. Þegar verið er að merkja greiðslur sem á að greiða, er eingöngu hægt að velja úr staðfestum greiðslum.

Spjald

Opnar nærmynd af viðkomandi greiðslu.

Yfirfara greiðsluupplýsingar

Þessi aðgerð villuprófar valdar greiðslur.


Merkja

Út frá valmöguleikanum Merkja eru þær færslur sem á að senda í bankann merktar. Hægt er að merkja valdar, merkja allar, merkja ákveðinn fjölda, afmerkja valdar eða afmerkja allar greiðslur.


Aðgerðir

Eftirfarandi aðgerðarmöguleikar eru til staðar fyrir greiðslur sem eru í stöðunni Staðfest:

image-20241114-142909.png

Reitur

Skýring

Reikna samtals valið

Reiknar samtölu valinna færslna og birtir í sér glugga.

Lagfæra greiðslu

Opnar nærmynd viðkomandi greiðslu, opið fyrir breytingar.

Óstaðfesta valdar greiðslur

Allar valdar greiðslur eru færðar til baka í stöðuna Óstaðfest.

Villumeðhöndlun > Handvirkt skrá inn einkenni greiðslubunka

Aðgerð sem leyfir notanda að skrá handvirkt inn einkenni greiðslubunka og færa valdar færslur yfir í stöðuna Í vinnslu. Þessa aðgerð ætti aðeins að nota ef upp komu vandamál í samskiptum við banka og einkenni greiðslubunka hafi ekki skilað sér þegar greiðslubunki var sendur.

Ógreiddar kröfur í banka

Flettir upp öllum ógreiddum kröfum í banka. Aðeins í boði ef B2b viðbót er uppsett fyrir Bankasamskiptakerfið.

Ógreiddar kröfur ldr.

Flettir upp öllum ógreiddum kröfum viðkomandi lánardrottins í banka. Aðeins í boði ef B2b viðbót er uppsett fyrir Bankasamskiptakerfið.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.