Skip to main content
Skip table of contents

Stillingar banka

Undir Stillingar banka er að finna allar helstu stillingar og uppsetningar fyrir hverja bankastofnun.


Aðgerðir banka

Sýnir helstu vefþjónustuaðgerðir bankastofnunarinnar í Bankasamskiptakerfinu.


Notendur banka

Þegar verið er að setja upp notendur er viðkomandi banki valinn og smellt á Notendur banka, þá opnast þessi gluggi:

Fyrst þarf að velja réttan notanda í Business Central í dálkinn Notandi.. Ef notandinn sem verið er að stofna birtist ekki á listanum þarf að byrja á því að sækja hann með því að smella á + Nýtt.  

Þegar búið er að velja notandann í reitinn Notandi er notandanafn og lykilorð inn í bankann sett í viðeigandi reiti.


Reikningar banka

Undir Reikningar banka eru rafrænir reikningar hverrar bankastofnunar valdir úr lista bankareikninga í BC.

Glugginn hefur m.a. reitinn Hreyfing síðast sótt. Þessi reitur heldur utanum það hvenær hreyfingar voru síðast sóttar fyrir þennan bankareikning og stingur sjálfkrafa upp á því að sækja frá þeirri dagsetningu, næst þegar hreyfingar eru sóttar.

Í glugganum er líka sjálfgefin afstemmingaraðferð fyrir hvern reikning sett upp. Nánar er farið í afstemmingaraðferðir í kaflanum Viðbótarvinnslumöguleikar.


Stillingar

Stillingarglugginn inniheldur nánari skilgreiningar gagnvart viðeigandi bankastofnun.

Hér er hægt að stilla ákveðna virkni, hvers banka fyrir sig, fyrir ákveðnar kerfiseiningar. Glugginn hefur 3 flipa, sem eru : Almennt, Greiðslur og Bankareikningar.

Almennt :

Hér sést hvaða banki er valinn. Hægt er að setja inn slóð sem vísar beint inn á vefbankann.

Greiðslur:

Hér koma fram nánari stillingar fyrir hverja bankastofnun.

Reitur

Skýring

Núllfylla tilvísunarnúmer

Ef hakað er í þennan reit þá fyllist tilvísunarnúmer reiturinn út með núllum í þeim tilfellum sem númerið er of stutt.

Fjarlægja 0 úr tilvísunarnúmeri

Ef hakað er í þennan reit hreinsar kerfið 0 sem eru fremst í tilvísunarnúmeri.

Leyfðir stafir í tilvísunarnúmeri

Leyfðir stafir í tilvísunarnúmeri fyrir hverja bankastofnun.

Skipta út ólöglegum staf fyrir

Hér er valið hvað skal setja í stað ólöglegra stafa í tilvísunarnúmeri, ef þau koma.

Villustjórnun vegna bunka

Hér er valið hvað skal gera ef villa kemur upp í greiðslum. Hægt er að velja um að stoppa eða halda áfram þrátt fyrir villu.

Keyrsla sýnileg öðrum

Tilgreinir hvort aðrir notendur en sá sem sendi bunkann í bankann sjá bunkann í bankanum. Þetta á aðeins við um fyrir Arion banka.

Loka bunka við greiðslu

Segir til um hvort bunkinn greiðist sjálfkrafa við greiðslu. Þetta á aðeins við um Kviku banka.

STP greiðslur leyfðar

Segir til um hvort STP greiðslur eru leyfðar. STP stendur fyrir straight through greiðslur. Bunkinn greiðist sjálfkrafa þegar hann er sendur í bankann ef STP greiðslur eru leyfðar. Þetta á aðeins við um Landsbankann.

Tegund útgreiðslu

Hér er hægt að stilla hvernig úttektir eru myndaðar í færslubók, þegar greiðsla er bókuð. Tveir valmöguleikar eru í boði: Pr. lánardrottinn og Pr.Bunka. Pr. lánardrottinn myndar úttektarfærslu fyrir hverja greiðslu fyrir sig, en Pr. Bunka myndar aðeins eina úttektarfærslu í lok bunkans.

Vextir greiddir sér

Bankareikningsfærsla fyrir vexti kemur sér í færslubók, þ.e.a.s. ekki sem hluti af heildar greiðslunni.

Seðilgjald greitt sér

Bankareikningsfærsla fyrir seðilgjald kemur sér í færslubók, þ.e.a.s. ekki sem hluti af heildar greiðslunni.

Vansk.gjald greitt sér

Bankareikningsfærsla fyrir vanskilagjald kemur sér í færslubók, þ.e.a.s. ekki sem hluti af heildar greiðslunni.
Mikilvægt er að þessar stillingar séu eins og í bankanum svo að bókanir séu í samræmi við innlesnar færslur í bankanum. Ef þessar stillingar eru ekki eins flækir það bankaafstemmingar.

Bankareikningar:

Reitur

Skýring

Færslueinkenni notað í yfirliti

Segir til um hvort viðeigandi banki einkennir hverja bankahreyfingu fyrir sig með einkvæmu færslueinkenni. Kerfið notar færslueinkenni í innlestri bankahreyfinga til að finna út hvort viðkomandi færsla hafi verið sótt áður.

Núll er sama og tómur

Þegar fundið er út hvort viðkomandi bankafærsla hefur verið lesin inn áður er 0 sama og tómur strengur og öfugt.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.