Stillingar banka
Undir Stillingar banka er að finna allar helstu stillingar og uppsetningar fyrir hverja bankastofnun.
Aðgerðir banka
Sýnir helstu vefþjónustuaðgerðir bankastofnunarinnar í Bankasamskiptakerfinu.
Notendur banka
Þegar verið er að setja upp notendur er viðkomandi banki valinn og smellt á Notendur banka, þá opnast þessi gluggi:
Fyrst þarf að velja réttan notanda í Business Central í dálkinn Notandi.. Ef notandinn sem verið er að stofna birtist ekki á listanum þarf að byrja á því að sækja hann með því að smella á + Nýtt.
Þegar búið er að velja notandann í reitinn Notandi er notandanafn og lykilorð inn í bankann sett í viðeigandi reiti.
Reikningar banka
Undir Reikningar banka eru rafrænir reikningar hverrar bankastofnunar valdir úr lista bankareikninga í BC.
Glugginn hefur m.a. reitinn Hreyfing síðast sótt. Þessi reitur heldur utanum það hvenær hreyfingar voru síðast sóttar fyrir þennan bankareikning og stingur sjálfkrafa upp á því að sækja frá þeirri dagsetningu, næst þegar hreyfingar eru sóttar.
Í glugganum er líka sjálfgefin afstemmingaraðferð fyrir hvern reikning sett upp. Nánar er farið í afstemmingaraðferðir í kaflanum Viðbótarvinnslumöguleikar.
Stillingar
Stillingarglugginn inniheldur nánari skilgreiningar gagnvart viðeigandi bankastofnun.
Hér er hægt að stilla ákveðna virkni, hvers banka fyrir sig, fyrir ákveðnar kerfiseiningar. Glugginn hefur 3 flipa, sem eru : Almennt, Greiðslur og Bankareikningar.
Almennt :
Hér sést hvaða banki er valinn. Hægt er að setja inn slóð sem vísar beint inn á vefbankann.
Greiðslur:
Hér koma fram nánari stillingar fyrir hverja bankastofnun.
Reitur | Skýring |
---|---|
Núllfylla tilvísunarnúmer | Ef hakað er í þennan reit þá fyllist tilvísunarnúmer reiturinn út með núllum í þeim tilfellum sem númerið er of stutt. |
Fjarlægja 0 úr tilvísunarnúmeri | Ef hakað er í þennan reit hreinsar kerfið 0 sem eru fremst í tilvísunarnúmeri. |
Leyfðir stafir í tilvísunarnúmeri | Leyfðir stafir í tilvísunarnúmeri fyrir hverja bankastofnun. |
Skipta út ólöglegum staf fyrir | Hér er valið hvað skal setja í stað ólöglegra stafa í tilvísunarnúmeri, ef þau koma. |
Villustjórnun vegna bunka | Hér er valið hvað skal gera ef villa kemur upp í greiðslum. Hægt er að velja um að stoppa eða halda áfram þrátt fyrir villu. |
Keyrsla sýnileg öðrum | Tilgreinir hvort aðrir notendur en sá sem sendi bunkann í bankann sjá bunkann í bankanum. Þetta á aðeins við um fyrir Arion banka. |
Loka bunka við greiðslu | Segir til um hvort bunkinn greiðist sjálfkrafa við greiðslu. Þetta á aðeins við um Kviku banka. |
STP greiðslur leyfðar | Segir til um hvort STP greiðslur eru leyfðar. STP stendur fyrir straight through greiðslur. Bunkinn greiðist sjálfkrafa þegar hann er sendur í bankann ef STP greiðslur eru leyfðar. Þetta á aðeins við um Landsbankann. |
Tegund útgreiðslu | Hér er hægt að stilla hvernig úttektir eru myndaðar í færslubók, þegar greiðsla er bókuð. Tveir valmöguleikar eru í boði: Pr. lánardrottinn og Pr.Bunka. Pr. lánardrottinn myndar úttektarfærslu fyrir hverja greiðslu fyrir sig, en Pr. Bunka myndar aðeins eina úttektarfærslu í lok bunkans. |
Vextir greiddir sér | Bankareikningsfærsla fyrir vexti kemur sér í færslubók, þ.e.a.s. ekki sem hluti af heildar greiðslunni. |
Seðilgjald greitt sér | Bankareikningsfærsla fyrir seðilgjald kemur sér í færslubók, þ.e.a.s. ekki sem hluti af heildar greiðslunni. |
Vansk.gjald greitt sér | Bankareikningsfærsla fyrir vanskilagjald kemur sér í færslubók, þ.e.a.s. ekki sem hluti af heildar greiðslunni. |
Bankareikningar:
Reitur | Skýring |
---|---|
Færslueinkenni notað í yfirliti | Segir til um hvort viðeigandi banki einkennir hverja bankahreyfingu fyrir sig með einkvæmu færslueinkenni. Kerfið notar færslueinkenni í innlestri bankahreyfinga til að finna út hvort viðkomandi færsla hafi verið sótt áður. |
Núll er sama og tómur | Þegar fundið er út hvort viðkomandi bankafærsla hefur verið lesin inn áður er 0 sama og tómur strengur og öfugt. |