Uppsetning - þekktar færslur
Færslubókin sem Þekktar færslur eiga að fara í gegnum er sett upp í Bankasamskiptagrunni.
Til þess að kerfið getið fundið ákveðnar færslur þarf að setja upp þau skilyrði sem tilheyra hverjum færsluhóp sem óskað er eftir að kerfið finni og flytji í færslubók. Uppsetningu fyrir þekktar færslur er að finna undir Uppsetning > Stillingar fyrir þekktar færslur.
Í stillingum fyrir Þekktar færslur er sett upp ein lína fyrir hvern færsluhóp.
Í reitina í rauða kassanum á myndinni hér fyrir neðan af uppsetningarglugganum eru sett inn gildi sem einkenna þann færsluhóp sem óskað er eftir að kerfið finni í innlesnum bankafærslum. Í reitina í bláa kassanum á myndinni af uppsetningarglugganum eru sett inn gildi sem notuð eru til að mynda línurnar í færslubókinni.
Í hverja línu skal skrá nægilegar upplýsingar til að kerfið geti þekkt færslurnar en gæta þess þó að hafa upplýsingarnar nægilega víðtækar svo kerfið finni allar færslur sem tilheyra þeim færsluhóp sem verið er að setja upp fyrir.
Reitir fyrir innlesnar bankafærslur (rauði kassinn):
Reitur | Skýring |
---|---|
Banki | Bankastofnun sem greiðslan kemur frá (4 stafir). |
Höfuðbók | Höfuðbók sem greiðslan kemur frá (2 stafir). |
Reikningsnúmer | Bankareikningur sem greiðslan kemur frá (6 stafir). |
Tilvísun | Ef um tiltekið tilvísunarnúmer er alltaf að ræða, skal skrá það hér. |
Seðilsnúmer | Ef um tiltekið seðilnúmer er alltaf að ræða, skal skrá það hér. |
Seðilsnúmer finna svipað | Hér er sett hak ef kerfið á að finna svipað og skráð er í reitinn Seðilnúmer og taka það að jöfnu. |
Upphæðar afmörkun | Hér skal skrá inn Stærra eða jafnt og núll, Minni en núll eða Nákvæm upphæð eftir því sem við á. |
Nákvæm upphæð | Ef upphæðin er alltaf sú sama er hún skráð í þennan reit. |
Bunkanúmer | Ef bunkanúmerið er alltaf það sama er það skráð í þennan reit. |
Skýring færslu | Ef um sérstaka skýringu færslu er alltaf að ræða er hún skráð í þennan reit. |
Kóti flokks | Ef um tiltekinn kóta flokks er alltaf að ræða er hann skráður í þennan reit. |
Einkenni greiðanda | Ef um tiltekið einkenni greiðanda er alltaf að ræða er það skráð í þennan reit. |
Athugið að ekki er nauðsynlegt að fylla út í alla ofangreinda reiti heldur aðeins þá sem eru lýsandi fyrir færsluhópinn. Gagnlegt er að skoða innlesnar bankahreyfingar til þess að átta sig betur á því hvað einkennir þær færslur sem verið er að setja upp þekktar færslur fyrir.
Innlesnar bankahreyfingar eru aðgengilegar út frá Ferill og út frá bankaafstemmingum.
Reitir fyrir færslubókina (blái kassinn):
Reitur | Skýring |
---|---|
Tegund reiknings | Hér er tegund reiknings í færslubókinni valinn. Hægt er að velja allar tegundir sem eru í færslubókinni, þ.e Fjárhagur, Viðskiptamaður, Lánardrottinn, Bankareikningur, Eignir, MF-Félagi og Skuldabréf. |
Reikningur nr. | Viðeigandi reikningsnúmer, t.d. fjárhagslykill, ldr. númer eða vskm. númer eftir því hvað við á. |
Lýsing | Lýsing færslunnar í færslubókinni. |
Tegund fylgiskjals | Hér skal velja tegund fylgiskjalsins sem bókast, hægt að velja á milli: Greiðsla, Reikningur, Kreditreikningur, Vaxtareikningur, Innheimtubréf og Endurgreiðsla. |
Deild Kóti | Deildarmerking færslu ef við á. |
Verkefni Kóti | Verkefni færslunnar ef við á. |
Athugið að eftirfarandi reiti þarf alltaf að velja gildi fyrir: Tegund reiknings, Reikningur númer og Lýsing. Aðrir reitir eru valkvæðir.
Mótbókun er alltaf sá bankareikningur sem færslan tilheyrir.