Uppsetning B2B viðbótar
Uppsetning B2B viðbótar innheldur uppsetningu fyrir kröfupottinn og erlendar greiðslur. Þar sem erlendar geiðslur eru ekki hluti af grunnkerfi Bankasamskiptakerfisins verður ekki farið nánar í þær hér. Til er álfurinn Setja upp Bankasamskiptakerfi Wise – B2B viðbót sem hægt er að nota:
Eða stilla gögnin hér:
Reitur | Skýring |
---|---|
Aðgerð fyrir uppflettingu | Hér er valin aðgerð sem þegar hefur verið sett upp fyrir. |
Sjálfgefinn banki fyrir ógr. reikninga | Bankastofnun sem kröfupotturinn er sóttur frá tilgeind. |
Athuga hvort greiðsluseðill sé til | Kerfið kannar hvort greiðsluseðill sem búið er að velja til greiðslu sé til í innlesnum kröfupotti. |
Sjálfvirkur innlestur á ógreiddum reikningum | Ef notast er við verkröð til þess að sækja kröfupottinn þarf að haka hér við ef hann á að lesast inn í viðkomandi fyrirtæki. Áður en hakað er í reitinn þarf að setja upp verkröð fyrir innlesturinn. |
Sækja kröfur X mánaða gamlar | Tilgreinir hversu langt aftur á að sækja kröfupottinn. Þetta á aðeins við um Landsbankann. |