Skip to main content
Skip table of contents

Viðbótarvinnslumöguleikar

Ógilda

Ef færslur hafa verið lesnar inn oftar en einu sinni fyrir mistök er hægt að ógilda þær með því að smella á upphæðina. Við það opnast glugginn Breyta – Hreyfingar frá Viðskiptabanka þar sem valmöguleikinn Ógilda færslu er valinn.

Þegar færsla er ógild með þessu hætti dettur hún út úr yfirlitinu. Smella þarf á Sjálfvirk jöfnun til þess að yfirlitið reikni upp rétta stöðu með tilliti til færslunnar sem var ógild.

Ef það þarf að ógilda mikið magn af færslum er hægt að gera það út frá glugganum Innlesnar bankafærslur en sú aðgerð er aðgengileg út frá Tengt í afstemmingunni og út frá Ferill í hlutverki banksamskiptakerfisins. Athugið að ef færslur eru ógildar út frá Innlesnar bankafærslur þarf að eyða þeim handvirkt út úr afstemmingarlínunum.


Afmörkun

Í jöfnunarglugganum eru afmörkunarmöguleikar til hjálpar við að leita að bókhaldsfærslum. Þar er hægt að afmarka á upphæð, dagsetningu, dagsetningu yfirlits o.fl.


Þjöppun

Allar færslur í þjöppun verða að hafa sömu dagsetningu nema að hakað hafi verið við Má þjappa óháð dagsetningu í Bankasamskiptagrunni. Við handvirka jöfnun þjappar kerfið sjálfkrafa völdum færslum.

Ef smellt er á upphæðina í reitnum Upphæð yfirlits opnast gluggi sem sýnir hvaða færslur eru inn í viðkomandi þjöppun.


Afþjappa færslu

Ef það þarf að afþjappa færslum er það gert með því að velja viðkomandi línu og smella á hnappinn Afþjappa. Línur sem hafa verið afþjappaðar birtast neðst á yfirlitinu.


Afstemmingaraðferð

Algengast er að við sjálfvirka afstemmingu séu færslur banka og bókhalds lesnar saman á dagsetningu og upphæð þ.e. sama upphæð á sama degi er lesin saman.

Í einhverjum tilvikum nægir það ekki fyrirtækjum og þá oft vegna ákveðinna bankareikninga. Eru því fleiri afstemmingarmöguleikar til.

Til þess að breyta um afstemmingarmöguleika er farið í Uppsetning > Stillingar banka > Reikningar banka:

Í reitnum Afstemmingaraðferð er hægt að velja um eftirfarandi aðferðir:

Reitur

Skýring

Dags. og upphæð

Kerfið les saman færslur ef þær eru á sömu dagsetningu og upp á sömu upphæð.

Upphæð

Kerfið les eingöngu saman upphæð, færslurnar geta verið hver á sinni dagsetningu.

Mótreikningur + Dags. upphæð

Kerfið les saman reitinn Mótreikningur í bókhaldi kerfisins sem algengt er hjá mörgum fyrirtækjum að sé kennitala viðskiptamanns við innborgun eða kennitala lánardrottins við útborgun og tilvísunarreit bankans sem algengt er að sé kennitala þess sem leggur inn eða er að fá greiðslu.

Seðilnr., EÐA (dags + upphæð)

Kerfið les saman reitinn Nr. utanaðk.skjals í bókhaldi kerfisins á móti reitnum Seðilnr. frá bankanum.

Tilvísun + Dags + Upphæð

Allt tilgreint þarf að vera eins í færslum úr banka og bókhaldi. Nr. utanaðkomandi skjals þarf að vera eins og Tilvísunarnúmer úr banka (Reference)

Nr. tékka + Dags + Upphæð

Allt tilgreint þarf að vera eins í færslum úr banka og bókhaldi. Nr. utanaðkomandi skjals þarf að stemma við Seðilnúmer úr bankahreyfingu.

Þegar smellt er á hnappinn Sjálfvirk jöfnun í afstemmingu bankareikninga er hægt að sjá hvaða afstemmingaraðferð er beitt á viðkomandi reikningi.

Ef valin er ítarlegri afstemmingaraðferð en Dags. + Upphæð í uppsetningu kerfisins er hægt að byrja á því að keyra afstemmingu með sjálfgefnu aðferðinni en afstemmingin er svo keyrð aftur og er þá afstemmingaraðferðinni breytt í Dags. + Upphæð til þess að stemma af með sjálfvirkni þær færslur sem áttu ekki við ítarlegu afstemmingaraðferðina.


Eyða línum í uppgjöri

Ef uppgötvast eftir að bankahreyfingar hafa verið lesnar inn að tekið hefur verið rangt tímabil eða af öðrum ástæðum notandi vill byrja aftur þá er boðið upp á í aðgerðarhnappnum Eyða öllum línum uppgjörs. Er þá öllum línum eytt og hægt að lesa inn aftur eftir hentugleika. Ef eyða á öllu uppgjörinu þá er farið í haus yfirlitsins og því eytt.

Til þess að eyða stökum færslum í yfirliti þarf að vera heimild til þess í Bankasamskiptagrunni.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.