Algeng villboð í Tollkerfi
Afrita innkaupalínur: „Tollskrárnúmer er tómt, verður skilið eftir autt“: Þarf að fylla Kóti tollflokks á vörunni. Hægt er að fylla út í tollskýrslulínu og við það uppfærist tollskrárnúmer á vöruspjaldinu.
Afrita innkaupalínur: „Það er ekkert magn í innkaupapöntun til að afrita“: Innkaupapöntun er nú þegar afrituð í tollskýrslu eða magn er 0 á línunni.
Kostn.færslur – sést bara vátrygging: Þarf að sækja rétt kostnaðarsniðmát inn á skýrsluna.
Tollur í línu þrátt fyrir að ég setti inn EUR yfirlýsing: Ef þú setur inn skírteini í haus eftir að hafa stofnað línur þarftu að nota aðgerðina Uppfæra EURO. Athuga einnig upprunaland vörunnar, ef það er land sem á að fella niður tolla getur verið að vanti tollkóta lands á landið í landatöflu (hægt að kafa ofan í land og skoða aftasta dálkinn).
Kostnaðarverð vörunnar er rangt – Kemur virðisfærsla af tegund frávík: Varan er með Aðferð kostnaðarútreiknings = Staðlað. Það má ekki nota þann kostnaðarútreikning á innflutningsvöru.
„Upphæð reiknings stemmir ekki við heildarfjárhæð reiknings“: Skoða þarf vörureikningana og sjá hvort þeir eru í lagi, mögulega vantar reikningsnúmer í línur.
„Vantar víddarkóti deild fyrir fjárhagsreikningur xxxx „: Deildarkóta þarf að fylla út í tollskýrslulínum og í vörureikning (flutningsgjald… ef á reikningi).
„Kóti birgðageymslu vantar„: Birgðakerfið hefur verið sett upp með birgðageymslu áskilið og því þarf að sýna dálk kóti birgðageymslu í tollskýrslulínum og fylla út.
„Reikningsnúmer lánardrottins er þegar fyrir hendi „: Innkaupareikningur hefur verið bókaður með því númeri sem reynt er að nota. Ekki er hægt að nota sama reikningsnúmer lánardrottins aftur í kerfinu.
Skuldfærð gjöld stemma ekki við áætluð gjöld frá kerfinu: Athuga á tollalínu forsendur fyrir útreikningi tollstjóra. Nýtt tollgengi hefur ekki verið skráð í Tollkerfi. Getur líka vantað að lesa inn nýja tollskrá ef tollskrárbreytingar hafa átt sér stað.
„Skipting kostnaðarauka ekki til…“ (þegar er valin er aðgerðin Mynda kostnaðaraukareikninga): Þarf að haka í móttaka á reikning í innkaupagrunni.
Það bókast flutningsgjald sem ég vil hvorki bóka á vöruna né í fjárhag: það þarf að haka við Sleppa í verðútreikning og bókun í kostn.færslur eða í kostnaðarsniðmát ef það á alltaf við.
„Ekki hægt að bóka kostnað þar sem EDI skuldfærsla finnst ekki fyrir tollskýrslu T000125“: Kerfið er stillt til að bóka aðflutningsgjöld beint í fjárhag en EDI skuldfærsla hefur ekki borist. Það þarf að bíða eftir EDI skuldfærslu til að bóka eða breyta uppsetningu á kerfinu (Bóka tollagjöld beint og Bókun tolls/aðfl. gjalda er EDI).
Einnig hægt að hleypa sendingu í gegn, með því að velja Aðgerðir > Staða tollskýrslu og Leyfa bókun tollskýrslu án EDI svars.