Algeng villuboð í EDI kerfi
Senda EDI skjal: „Mistókst að færa skrá milli mappa“: Þýðir að mappan sem vísað er í í EDI kerfi fyrir EDI skeyti til tolls er ekki til á tölvunni þar sem notandi er að reyna að senda á EDI eða notandi hefur ekki skrifréttindi á hana.
Lesa inn EDI – svör: „Villuskrá kóti „UND“ er ekki fyrir hendi“: Tollurinn er að senda svarskeyti með villukóta sem er ekki til í kerfinu. Það þarf að opna töfluna EDI – Villuskrá og stofna villukótann þar.
EDI villuskeyti frá tollinum - „Farmskrá ekki til „: Þarf að bíða þar sem flutningsaðili hefur ekki ennþá sent farmskrá til tolls.
EDI villuskeyti frá tollinum – Röng þyngd umbúða: Athuga hvort þú sért með nýjustu hlutfallstöfluna og ef ekki, lesa hana þá inn í kerfið. Athuga hvort dagsetning á tollskýrslu er rétt, tollskrá tekur mið af dagsetningu tollskýrslu.