Skip to main content
Skip table of contents

Bókun innflutningskostnaðar og aðflutningsgjalda


Uppsetning á Bókun flipa í Tollkerfisgrunni stýrir bókun kostnaðar.

Sleppa að bóka kostnað: Þá er Tollkerfið ekki að bóka flutningskostnað sjálfkrafa.
Setja kostnað í færslubók: Við bókun tollskjals bókast tollkostnaðarfærslur í færslubók skv. kostnaðarsniðmáti. Hægt er svo að yfirfara færslubókina m.t.t. til reiknings flutningsaðila og bóka.

Athuga skal að þær breytingar sem gerðar eru í færslubókinni, skila sér ekki inn í kostnaðarverð vörunnar. Ef mikill munur er á borgar sig að endurverðútreikna tollskýrsluna til að fá rétt verð inn á vörurnar.


Bóka kostnaðarauka: : Hægt er að nota kostnaðaraukareikninga í stað þess að setja kostnað í færslubók. Þá eru skilgreindir kostnaðaraukar fyrir allan viðbótarkostnað og kostnaðaraukareikningar myndaðir eftir bókun tollskjals. Kostnaðarsniðmát þarf að vera sett upp miðað við að verið sé að nota kostnaðarauka.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.