Bókun innflutningskostnaðar og aðflutningsgjalda
Uppsetning á Bókun flipa í Tollkerfisgrunni stýrir bókun kostnaðar.
Sleppa að bóka kostnað: Þá er Tollkerfið ekki að bóka flutningskostnað sjálfkrafa.
Setja kostnað í færslubók: Við bókun tollskjals bókast tollkostnaðarfærslur í færslubók skv. kostnaðarsniðmáti. Hægt er svo að yfirfara færslubókina m.t.t. til reiknings flutningsaðila og bóka.
Athuga skal að þær breytingar sem gerðar eru í færslubókinni, skila sér ekki inn í kostnaðarverð vörunnar. Ef mikill munur er á borgar sig að endurverðútreikna tollskýrsluna til að fá rétt verð inn á vörurnar.
Bóka kostnaðarauka: : Hægt er að nota kostnaðaraukareikninga í stað þess að setja kostnað í færslubók. Þá eru skilgreindir kostnaðaraukar fyrir allan viðbótarkostnað og kostnaðaraukareikningar myndaðir eftir bókun tollskjals. Kostnaðarsniðmát þarf að vera sett upp miðað við að verið sé að nota kostnaðarauka.