EDI – Breyta EDI stöðu
Í einhverjum tilfellum er nauðsynlegt að breyta handvirkt EDI stöðu tollskýrslu. Ekki er þó öllum notendum veitt sú heimild, heldur er um stillingaratriði að ræða.
Tilefni til breytingar getur verið tollskýrsla sem gerð er eingöngu til að reikna út verð eða í þeim tilfellum þar sem tollskýrsla er óvart send tvisvar, þá kemur svarskeyti frá tollstjóra við seinni sendingunni með höfnun vegna þess að fyrri skýrsla var afgreidd. Seinna skeytið fær þá villuna og situr staðan EDI villur á tollskýrslunni og þarf að handbreyta stöðunni til að geta bókað.