EDI svarskeyti
Til að lesa inn EDI svör frá tollinum er valið Lesa inn EDI svör úr flýtileiðaborðanum. Þá breytist EDI staðan í Skuldfærslu ef allt er í lagi, annars Athugasemd/villu eða Skjöl óskast. Þegar komið er í EDI Svarskeyti gluggann má sjá öll þau skeyti sem borist hafa vegna viðkomandi tollskýrslu. T.d. villur, skuldfærslur og afhendingarheimildir. Skráarslóð og skrársafn er sýnilegt í EDI – Svarskrár listanum sem auðveldar notendum að finna skeytið ef það þarf að lesa það inn aftur.
Möguleiki er að prenta út skjöl frá Tollstjóra með því að velja viðeigandi skýrslu úr flýtileiðaborðanum.
Dæmi:
- CUSDOR – Beiðni um skjöl
- CUSPAR – Afhendingarheimild
- CUSTAR - Skuldfærsla
Til að skoða villur skeytis má velja EDI villur eða spjald skeytis. Einnig sjást villur í upplýsingaglugga hægra megin töflunnar.
Útprentuð skuldfærslutilkynning