Skip to main content
Skip table of contents

Fylla út tollskýrslu og prenta

Þegar allar innkaupapantanir sem tilheyra sendingunni hafa verið sóttar hafa þeir reitir í tollskýrsluhaus og línum sem afritaðir eru með verið fylltir út sjálfkrafa með réttum gildum.

Til viðbótar þarf að fylla út í reitina:

  • Sendingarland

  • Sendingarnúmer

  • Farmskrárnúmer (ef um flugsendingu er að ræða)

  • Afhendingarstaður

  • Brúttóþyngd

  • Nettóþyngd (er hægt að stilla af í tollkerfisgrunni sem tengsl milli brúttó og nettó)

Kerfið sækir sjálfkrafa Kóta afhendingarskilmála af Lánardrottnaspjaldi og kostnaðarsniðmát skv. uppsetningu og sendingarkóta (fyrsti stafur í sendingarnúmeri).Kostnaðarsniðmát endurspeglar gjaldaliði á tilkynningu flutningsaðila og gerir það að verkum að öll gjöld bókast á flutningsaðila. Með því að velja Kostn.færslur úr flýtileiðaborðanum opnast tollkostnaðarfærslur sem tengjast því kostnaðarsniðmáti sem valið er.

Hér eru settar inn kostnaðarupplýsingar af flutningsgjalda- eða vörureikningi. Til að stemma af upphæðir við reikning er smellt á Samtals ∑ og reiknast þá kostnaður í reitina í samtals flipanum. Hægt er að endurreikna vátryggingu með því að smella á Reikna vátryggingu.

Til að fara til baka í tollskjalið er ýtt á Esc hnappinn, eða Loka.

Upprunayfirlýsing og leyfi

Samkvæmt tollskrá þarf að tilkynna um uppruna eða leyfi til innflutnings á tilteknum vörum eða undanþágu frá banni við innflutningi. Þegar þetta á við birtast þau sjálfkrafa út frá tollskrárnúmeri í reitnum Skírteini og með því að kafa í punktana þrjá opnast gluggi þar sem listi yfir þau leyfi sem þarf með sendingunni birtast.

Dálkurinn Lýsing er auður fyrir innslátt á númerum viðkomandi leyfa.

Ef um undanþágu frá gjöldum er að ræða þarf að færa inn viðkomandi upplýsingar handvirkt þar sem hún er ekki skilyrt í tollskrárnúmeri.

Þessar upplýsingar birtast í viðkomandi tollskýrslulínum þegar þær hafa verið færðar í haus skýrslunnar.

Hægt er að setja tímatakmarkanir fyrir ákveðin skírteini með því að kafa í leyfin/bönnin og velja af öllum listanum, við það opnast gluggi yfir öll leyfi og bönn sem skráð eru í kerfið og hægt að velja Tollkóðar tímatakmarkanir og slá þar inn í glugga þær upplýsingar sem við eiga.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.