Til að lesa inn nýja tollskrá í kerfið er farið í Tímabilsaðgerðir í flýtileiðaborða og þar er valið Lesa inn tollskrá.


Kafað er ofan í punktana við skrá til innlestrar til að sækja tollskrána sem hlaðið hefur verið niður af vef Tollstjóra. Mælt er með að hakað sé við Vista einnig sem standart tollflokk við það finnur kerfið réttan tollflokk út frá tollskránni þegar verið er að vinna í vöruspjaldi.

Valið er Í lagi til að hefja innlesturinn. Þá þarf að velja frá hvaða dagsetningu tollskráin á að gilda.Einnig kemur spurning hvort merkja eigi þá tollflokka sem ekki finnast sem úrelta. Það er til þess að fyrirbyggja að í Tollkerfi Wise séu tollflokkar sem ekki eru lengur í skránni frá Tollstjóra.
Þeirri spurningu skal því ávalt svara játandi.


Tollskráin er þá lesin inn. Athuga skal að þessi innlestur getur tekið nokkrar mínútur en mikilvægt er að leyfa innlestrinum að klárast.


Þegar innlesturinn er kominn í 100% fer kerfið í aðgerðirnar að úrelda tollflokkana sem ekki fundust og endurmerkja og því er glugginn í 100% í dágóðan tíma.
Ekki velja Hætta við.