Skip to main content
Skip table of contents

Leiðréttingar og afgreiðsla 2

Þegar tollskýrsla er í hefðbundnu ferli í tollafgreiðslu og ekki er komin skuldfærsla er hægt að breyta og senda aftur í þeim tilfellum sem villur eiga sér stað eða athugasemdir frá tollstjóra.
Sé hins vegar komin skuldfærsla og tollskýrsla lokuð þegar upp kemst um villur/mistök þarf að gera Afgreiðslu 2 á tollskýrsluna. Í einhverjum tilfellum þarf ekki að senda leiðréttingar til tollstjóra en verði breyting á verðmætum/flutningsgjöldum eða einhverju sem hefur áhrif á útreiknuð gjöld ber innflytjanda að senda leiðréttingarskýrslu til Tollstjóra.

Með tilkomu nýrrar tollskýrslu, eyðublað E-2, er nú hægt að senda afgreiðslu 2 rafrænt í toll.

Leiðrétting tollskýrslu fyrir skuldfærslu:

Staða tollskýrslu stýrir læsingu á forminu. Ef staða er Skráning, þá er mögulegt að breyta öllu í tollskýrslunni. Ef tollskýrslan hefur verið prentuð verður staðan Villutékkuð. Ef það er búið að reikna kostnaðarverð verður staðan Kostnaðarútreiknuð. Til að geta breytt tollskýrslu, þarf að færa tollskýrslu aftur í skráningu með því að velja Vinna – Setja tollskýrslu í skráningu.

Afgreiðsla 2:

Þegar tollskýrslan hefur verið bókuð (staða Lokuð) og EDI skuldfærsla hefur borist, verður að velja Afgreiðslu 2 til að breyta tollskjali og senda aftur til tolls. Þetta er gert með því að finna skýrsluna undir Bókaðar tollskýrslur og velja þar aðgerðina Afgreiðsla 2.

Aðgerðin Afgreiðsla 2 virkar þannig að það myndast afrit af tollskýrslu með númerinu */2 sem hægt er að breyta og prenta til að senda til tollafgreiðslu.

Þegar Afgreiðsla 2 hefur verið tollafgreidd er hægt að loka Afgreiðslu 2.

Endurmat/endurverðútreikningur í Afgreiðslu 2

Mögulegt er að verðútreikna sendingu í Afgreiðslu 2 og bóka nýtt kostnaðarverð inn á vörurnar sem hafa breyst. Þá er valinn hefðbundinn valmöguleiki að Reikna Kostnað og svo þegar Afgreiðslu 2 er lokað uppfærist kostnaðarverð sjálfkrafa skv. nýja verðútreikningnum.

Dæmi um leiðréttingar

Vantaði EUR skírteini  og við viljum fella niður tolla, þá þarf að gera Afgreiðslu 2 og senda leiðréttingu í tollinn. Farið í bókaðar tollskýrslur og veljið Afgreiðsla 2. Aðgerðin er aðgengileg bæði út frá lista og spjaldi.

Þá er tollskýrslan komin aftur í skráningu með örlítið breyttu númeri:  Upprunalegt Nr/2.

EUR skírteini er bætt við, skýrslan endurreiknuð og Afgreiðsla 2 send í toll.

Aðgerðin Loka afgreiðslu 2 skal ávallt velja þegar Afgreiðsla 2 er notuð. Virknin dreifir kostnaði aftur samkvæmt nýjum gögnum. Ef bóka þarf nýja reikninga þarf að velja fyrst Mynda og bóka reikninga áður en valið er Loka afgreiðslu 2.

Leiðrétta kostnaðarverð vöru

Til að reikna nýtt kostnaðarverð á vöruna er farið í Reikna kostnaðarverð og prenta út nýjan Kostnaðarútreikning.

Að því loknu er Afgreiðslu 2 lokað og þá uppfærist nýtt kostnaðarverð á vörurnar.

Rangur gjaldmiðill á sendingu

Ekki er unnt að nota Afgreiðslu 2 í þessu tilfelli þar sem við viljum bóka innkaupareikninginn aftur. Því þarf að:

  1. Afrita bókuðu tollskýrsluna í nýja tollskýrslu.

2. Lagfæra tollskýrslu, senda leiðréttingu í tollinn til að fá rétt útreiknuð gjöld (eins og í EUR skírteinisdæminu).

3. Bakfæra innkaupareikning til að lagfæra lánardrottnafærsluna.

  • Það er gert með því að finna bókaða innkaupareikninginn, skrá niður númerið (NAV númer)

  • Fara í Kreditreikningur og mynda nýjan

  • Velja Aðgerðir, Afrita skjal

  • Finna innkaupareikninginn sem á að bakfæra

  • Bóka reikninginn

4. Í nýrri útgáfum er hægt að kafa ofaní bókaða reikninginn úr tollskýrslunni og fara í aðgerðina Stofna leiðréttan kreditreikning. Við það myndast kreditreikningur sem þarf að bóka handvirkt til að snúa við bókaða reikningnum.

5. Bóka upp á nýtt til að fá rétt verð inn á vörur og réttan reikning á lánardrottinn.

  • Athuga hér þarf að lagfæra Reikningsnr. lánardrottins til að hægt sé að bóka, því kerfið leyfir ekki bókun sama reiknings oftar en 1 sinni.

Röng verð á vörum

Í þessu tilfelli skal gera Afgreiðslu 2 til tollstjóra og endurmeta vörur eins og í dæmi 1.

Flutningskostnaður rangur

Í þessu tilfelli skal gera Afgreiðslu 2 til tollstjóra og endurverðútreikna og Loka Afgreiðslu 2.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.