Mynda og bóka innkaupareikninga
EDI staða verður að vera Skuldfærsla svo hægt sé að bóka tollskýrslu.
Mynda og bóka reikninga (Shift + F6)
Þessi aðgerð myndar og bókar innkaupareikningana. Við það fer varan inn á lager, skuldin bókast á lánardrottinn, kostnaður fer í færslubók eða sem kostnaðarauki (stillingaratriði, sjá kaflann bókun innflutningskostnaðar) og tollskjalið lokast.
Staða tollskjals verður Lokuð og má nálgast þær skýrslur undir valmyndarliðnum Bókaðar tollskýrslur.
Athugasemd við bókun
Ef upp kemur villa við bókun innkaupareikninganna lokast tollskýrslan og skilur innkaupareikningana eftir óbókaða.
Þeir innkaupareikningar sem myndast eru læstir fyrir breytingum, nema hvað varðar Víddir.
Varan fer ekki inn í birgðir fyrr en innkaupareikningarnir eru bókaðir.
Athuga að bókunardagsetning reikningsins stýrir því hvaða dagsgengi er tekið til að reikna út innkaupsverð.
Mikilvægt er að klára að bóka innkaupareikningana strax.
Þegar tollskýrslan hefur verið bókuð og innkaupareikningar einnig er kostnaðarverð vörunnar orðið rétt og mögulegt er að reikna út söluverð m.v. það.
Afrita marga vörureikninga í tollskýrslu
Möguleiki er á að margir reikningar fylgi einni sendingu, jafnvel frá mismunandi birgjum. Margar innkaupapantanir geta því legið bak við eina tollskýrslu. Hægt er að velja þá alla við fyrstu afritun með því að halda inni Ctrl og velja þær innkaupapantanir sem við á. Þetta á við þegar aðgerðin Afrita innkaupalínur er notuð og reikningar eru allir frá sama birgja.