Reikna kostnað og prenta kostnaðarverðsútreikning
Til að fá inn rétt kostnaðarverð á vöruna með flutningsgjöldum og aðflutningsgjöldum er reiknað kostnaðarverð í tollskýrslunni.
Til að framkvæma þá aðgerð er farið í Reikna kostnað.
Valkosturinn er ekki í boði nema tollskýrsla sé komin úr skráningu, þ.e. búið sé að villutékka og reikna gjöld.
Notandinn fer yfir kostnaðarútreikninginn og til samanburðar er síðasta kostnaðarverð sýnt aftast til að notandi geti séð ef óeðlileg sveifla á sér stað.