Skip to main content
Skip table of contents

Safnsendingar

Mörg fyrirtæki hafa svokallaða safngáma í höfnum erlendis og safna í þá sendingum frá birgjum víðsvegar að og fá gámana svo senda með skipi til Íslands. Þá fær allur gámurinn eitt sendingarnúmer þó sendingin komi frá mörgum lánardrottnum.

Til að tollafgreiða safnsendingu í kerfinu er búið til eitt tollskjal og pantanir frá mörgum birgjum afritaðar í skjalið. Ekki þarf að sækja lánardrottin í haus tollskjals þegar innkaupapöntun er sótt og þegar næsta innkaupapöntun er lesin inn breytist skýrslan í Safnsendingu og reiturinn Nr. lánardrottins verður áfram auður.

Þessar sendingar geta verið í fleiri en einum gjaldmiðli. Ef um er að ræða safnsendingu í mismunandi gjaldmiðlum er ráðlegt að velja fyrst inn innkaupapantanir frá þeim lánardrottni sem ber mest verðmæti og nota þann gjaldmiðil í tollskýrsluna. Aðrir reikningar eru þá umreiknaðir í viðkomandi gjaldmiðil (gerist sjálfkrafa í nýjustu útgáfum NAV og BC).

Afrita innkaupapantanir

Tollskýrsla > Vinna > Afrita innkaupalínur >Innkaupapöntun er valin og í afstemmingarglugga eru magn og upphæð stemmd af.

Afrita aðra innkaupapöntun frá öðrum lánardrottni: Athuga að það þarf að taka af afmörkun (Ctrl+Shift+A) á innkaupayfirliti til að sjá allar innkaupapantanir.

Þegar farið er yfir vörureikningana sést hvernig reikningarnir raðast – ef þeir eru í mismunandi myntum kemur upphæð í þeim gjaldmiðli sem tollskýrslan er gerð í reitinn Upphæð í tollskjalsgjaldm.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.