Skip to main content
Skip table of contents

Stofna innkaupapöntun

Fyrsta skrefið í hefðbundnu tollskýrsluferli er að stofna innkaupapöntun. Yfirleitt er það gert nokkru áður en til tollafgreiðslunnar kemur þar sem pöntun er send birgja og bíður þar til vörurnar úr pöntuninni eru komnar til landsins. 

Athuga að Reikningsnr. Lánardr. má vera autt en þá er kallað eftir því þegar pöntun er afrituð í tollskjal, en ef upplýsingarnar liggja fyrir við gerð innkaupapöntunar er sjálfsagt að fylla það inn.

Innkaupapöntun sem ætluð er fyrir innflutning er aldrei bókuð.  Bókunin fer fram í gegnum Tollkerfið.

Þeir reitir sem afritast úr innkaupapöntun í tollskýrslu eru allar upplýsingar úr línu, Kóti afhendingarmáta af flipa Sundurl. reiknings, gjaldmiðilskóti af sama flipa og ef um er að ræða fyrirframgreiðslur þá flytjast upplýsingarnar með yfir í Tollakerfið.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.