Skip to main content
Skip table of contents

Stofna tollskýrslu

Þegar flutningspappírar koma og sending er komin til landsins er tollafgreiðsla möguleg.
Fyrst er að búa til nýja tollskýrslu, það er hægt að gera út frá hlutverkinu með því að velja Nýtt tollskjal eða út frá tollskýrslulistanum með því að velja Nýtt.
Valinn er lánardrottinn á skýrsluna og kemur þá inn gjaldmiðilskóti, viðskiptaland af lánadrottnaspjaldi og gengi er sótt í tollgengistöfluna. Ef tollgengi vikunnar hefur ekki verið sótt kemur athugasemd og síðasta skráða tollgengi er notað.
Til að sækja innkaupapantanir inn í tollskýrsluna þarf að fara í hnappinn Vinna og þar undir er annaðhvort valin aðgerðin Afrita Innkaupalínur eða Magnafritun innkaupalína. 


Þegar aðgerðin „Afrita innkaupalínur" er notuð kemur upp innkaupapantanalisti, afmarkaður á þann lánardrottinn sem valinn hefur verið í tollskýrsluna. Sjá má Reikningsnúmer Lánardrottins þar sem það hefur verið fyllt út í innkaupapöntunina. Rauðar línur eru þær sem búið er að sækja að fullu inn í aðrar tollskýrslur, skáletraðar bláar hafa verið sóttar að hluta eða eru óbókaðar í tollskýrslu og svo eru þær sem eru ósóttar svartletraðar.


Hér er sú pöntun sem verið er að vinna með valin og smellt á Í lagi, við það afritast innkaupapöntunin í tollskýrsluna.

Ef valin er aðgerðin Magnafritun innkaupalína birtist listi yfir allar innkaupalínur þess lánardrottins sem valinn er í tollskýrslu.Hægt er að afmarka sig á hvaða dálk sem er og handsetja inn magn til tollafgreiðslu. Einnig er hægt að nota aðgerðina Flytja magn.Við það merkir kerfið allt magn sem ekki hefur áður verið valið til tollafgreiðslu og ef valið er að afrita flytur kerfið eingöngu það magn sem er innan afmörkunar í Magn til tollafgreiðslu yfir í tollskýrsluna.Hér er einnig hægt að handsetja inn það magn sem á að tollafgreiða ef ekki er um allt útistandandi að ræða.Ef ekki hefur verið sett inn Reikn.nr. lánardrottins í innkaupapöntun kemur upp eftirfarandi spurning þegar valið er að afrita. Hér er hægt að slá inn reikningsnúmer lánardrottins og velja og ýta á Enter. Við það birtist nýr gluggi þar sem boðið er uppá að setja vörureikningsnúmerið á þær línur sem ekki hafa vörureikning. Hér er valið að gera það og við það tengjast tollskýrslulínurnar viðkomandi innkaupapöntun.Þegar það hefur verið valið opnast vörureikningsspjald og hægt er að stemma af við reikning frá birgja. Hér má bæta við víddum eins og Erlendur kostnaður, Vátrygging og Flutningsgjöld séu þau tilgreind á vörureikningi.
Aðlaga þarf upphæð vörureiknings (inni í rauða rammanum) ef breytingar eiga sér stað sem hafa áhrif á heildarverðmæti til tollafgreiðslu. Þetta er gert til að ganga úr skugga um að innsleginn vörureikningur stemmi við reikning frá birgja.


Í vörureikningaspjaldinu er hægt að aðlaga ýmis atriði sbr. neðangreint. Ekki þarf að breyta í innkaupapöntun heldur er nóg að aðlaga í þessum glugga. Hægt er að :

  • Eyða út línum sé aðeins hluti innkaupapöntunarinnar að koma í þessari sendingu
  • Breyta verðum, upprunalandi og öllu í sem tilheyrir því
  • Setja inn gjalddaga reiknings
  • Bæta við tollskrárnúmeri og lýsingu og uppfæra í vöruspjaldi

Samtals vörur.upph. í línum og Samtals tollalínur verða að stemma í þessum glugga. Ýtt er á Loka til að klára að afrita í tollskýrslu.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.