Stofna vörunúmer
Vara – Grunnmælieining: Þarf að vera til að geta bókað birgðir. Grunnmælieining er alltaf með magn á mælieiningu = 1.
Áfylling – Innkaupamælieining: Fer í reitinn Mælieining í innkaupapöntun og tollskýrslulínu.
Einnig er gott að fylla hér inn af hvaða lánardrottni við verslum vöruna og hvert er hans vörunúmer, það getur hjálpað til við innkaupin. Ef notast á við margra birgja er betra að nota birgjalista lánardr. töflu inni á vöruspjaldinu með því að fara í Tengt í borðanum og Innkaup Lánardrottnar og fylla þar inn mismundandi lánardrottna númer og vörunúmer þeirra.
Mögulegt er að festa inni þyngd umbúða ef það er þekkt stærð. Það er gert í glugganum sem birtist þegar smellt er á Aðgerðir í flýtileiðaborðanum, farið í Vara og þar er hægt að velja Opna tolla upplýsingar um mælieiningar.
Ef aldrei er um að ræða tilteknar umbúðir er einnig hægt að festa PPX eða PLX.
Það sem fyllt er inn hér afritast í tollskýrslu.
Aðferð kostnaðarútreiknings og kostnaðarverð
Ef kostnaður úr Tollkerfi á að bókast rétt þarf Aðferð kostnaðarútreiknings að vera FIFO, LIFO eða Meðal. Ef notaðar eru aðferðirnar Staðlað eða Innslegið mun það kostnaðarverð sem Tollkerfið skilar ekki vera notað til að uppfæra vöruverðið þar sem hvorutveggja eru ákveðin handvirkt en ekki af innkaupum.
Kóti tollflokks: Er tengdur tollskránni og fylgir með í reiti 33 Tollskrár(-vöru)númer í tollskýrslulínum þegar vara er sett í tollskjal. Ef kafað er ofan í reitinn (Alt+ör niður) er hægt að skoða viðkomandi tollflokk nánar. Tollskráin geymir upplýsingar um tollskrárnúmer og skilyrði sem fylgja því, tolla og gjöld á hverju númeri.
Kóti upprunalands. Fer í reitinn Lykill upprunalands í tollskýrslulínum. Ef það er sett inn í tollskýrsluna er í boði að láta vöruspjaldið uppfærast sjálfkrafa.
Nettóþyngd og Brúttóþyngd. Fara í viðeigandi reiti í tollskýrslulínum.