Skip to main content
Skip table of contents

Tollafgreiðsla með innkaupamóttöku

Ef notaðar eru birgðageymslur sem tengdar eru vöruhúsi þarf að móttaka vöruna í gegnum vöruhúsakerfið. Þá er ekki um að ræða möguleika á að bóka móttöku um leið og reikningsfærslu.Ef birgðageymslur eru ekki í notkun eða birgðageymslur án tengingar við vöruhús þá getur móttaka farið fram um leið og bókun reiknings úr tollskjali. 

Það eru því nokkrar leiðir mögulegar almennt í bókun móttöku.

Móttökuferli og tenging við tollskýrslu

Innkaupapöntun móttekin við bókun tollskjals:

  • Engin sérstök móttaka á lager

  • Ekki hægt að nota ef rað- eða lotunúmer

  • Ekki hægt ef Vöruhúsakerfi er í notkun

Innkaupapöntun móttekin fyrir eða á meðan á tollafgreiðslu stendur (t.d. hraðsendingar):

  • Taka á móti vörum, bóka móttöku í innkaupapöntun

  • Tollkerfið finnur innkaupamóttökur og tengir þær við tollskýrsluna þegar verið er að bóka.

  • Reiturinn Samtals móttekið segir til um hvaða móttökur eru tengdar tollskýrslulínunni.

  • Hægt er að kafa ofan í reitinn Samtals móttekið og Skoða móttökur sem eru á bak við.

Einnig er hægt að velja aðrar móttökur til að tengja við tollskýrslu í sama glugganum með því að velja Sækja móttöku. Reiturinn Vantar tengingu segir til um hvort móttakan stemmir við tollskýrslulínurnar. 

Valmöguleikarnir eru:

Vöruhúsamóttaka

Ef fyrirtæki eru að nota vöruhúsakerfið þá er valmöguleiki að stofna vöruhúsamóttöku út frá tollskýrslu. Sú aðgerð er undir flipanum „Aðgerð“ og birtist þegar búið er að villutékka og reikna gjöld eða prenta út tollskýrslu. Innkaupapöntun þarf að vera útgefin áður en þessi aðgerð er notuð.

Við þetta verður til vöruhúsamóttaka sem vöruhúsið meðhöndlar. Hægt er að stilla í Tollkerfisgrunni netföng hjá aðilum sem vilja fá tölvupóst þegar vöruhúsamóttaka hefur verið bókuð. Birgðageymsla vöruhúss er einnig sett upp í Tollkerfisgrunni.

Tölvupósturinn sem er sendur við bókun á móttökum getur gefið starfsmanni sem sér um tollskýrslur upplýsingar um móttökur og tollskýrslur sem má klára til enda. Einnig er aðgerð undir flipanum Aðgerðir sem heitir Athuga móttökur sú aðgerð athugar hvort það sé lína/línur í tollskýrslu sem ekki er búið að móttaka til fulls.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.