Skip to main content
Skip table of contents

Tollflokkar, tollar og gjöld

Til að skoða tollflokkana er hægt að fara í Tollskrá í aðgerðaflipanum þá opnast listi með öllum tollskrárnúmerum sem lesin hafa verið inn í kerfið. Ágæt regla er að skoða listann í hvert skipti þegar ný tollskrá hefur verið lesin inn og athuga hvort Gildisdagsetning frá sé sú sem lesin var inn.Hér er hægt að uppfæra heiti til að það þurfi ekki í hverri tollskýrslu.Til að skoða hvaða gjöld tollflokkur ber er smellt á Gjöld í flýtileiðaborðanum.
Allir tollflokkar bera BV og BX gjöld en mismunandi er hvaða önnur gjöld tollflokkarnir bera.


Tolla má sjá með því að smella á Tollar. Einhverjir tollflokkar bera A toll sem er svo felldur niður ef um er að ræða fríverslunarsamning og upprunaland sem er með tollfríðindi. Þá breytist Tollkóti í B ef um er að ræða samning við ESB, E ef um EES samning er að ræða o.s.frv. tollar breytast í 0 eftir því sem við á.
JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.