Skip to main content
Skip table of contents

Tollflokkar, tollar og gjöld

Til að skoða tollflokkana er hægt að fara í Tollskrá í aðgerðaflipanum þá opnast listi með öllum tollskrárnúmerum sem lesin hafa verið inn í kerfið. Ágæt regla er að skoða listann í hvert skipti þegar ný tollskrá hefur verið lesin inn og athuga hvort Gildisdagsetning frá sé sú sem lesin var inn.



Hér er hægt að uppfæra heiti til að það þurfi ekki í hverri tollskýrslu.



Til að skoða hvaða gjöld tollflokkur ber er smellt á Gjöld í flýtileiðaborðanum.
Allir tollflokkar bera BV og BX gjöld en mismunandi er hvaða önnur gjöld tollflokkarnir bera.


Tolla má sjá með því að smella á Tollar. Einhverjir tollflokkar bera A toll sem er svo felldur niður ef um er að ræða fríverslunarsamning og upprunaland sem er með tollfríðindi. Þá breytist Tollkóti í B ef um er að ræða samning við ESB, E ef um EES samning er að ræða o.s.frv. tollar breytast í 0 eftir því sem við á.




JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.